Tuesday, May 27, 2008

Gestir

Mikið fjör hjá okkur þessa dagana, gestir sem koma og fara. Það var mjög gaman að fá að kynnast Rebekku ljósmyndara, alveg frábær stelpa . Hún tók fullt af myndum af krökkunum og bíð ég spennt eftir að fá að skoða þær alminnilega. Vinkonur hennar voru líka fínustu stelpur. Fórum m.a. allar saman út að borða og héldum upp á afmæli Rebekku.

Verð í fríi næstu daga til að hafa það huggulegt með stórfjölskyldunni, hlakka mikið til :)
Bless í bili
khk

Friday, May 23, 2008

Föstudagur

Stuttur dagur hjá mér í dag, mætti snemma og fer snemma til að sækja stelpurnar á flugvöllinn (þessar ókunnugu;)
Þegar þær fara á mánudaginn kemur fjölskyldan þannig að húsið verður vel nýtt þessa dagana. Skemmtilegt.
Góða helgi allir!!

Wednesday, May 21, 2008

Kirsuber

Nú er kirsuberjauppskeran að ná hámarki, nammi namm!!
Kaupfélagið mitt er með mikið framboð af þeim, þannig að nú borða ég kirsuber á hverjum degi ;)
Kirsuberin í garðinum okkar eru enn óþroskuð, en eru að byrja að roðna, verða kannski tilbúinn eftir eina viku, akkúrat þegar ég verð með gesti í heimsókn, gaman.

Sunday, May 18, 2008

sunnudagsmorgun

Vá hvað það er erfitt þegar barnið manns vaknar kl 6:30 á sunnudagsmorgni í bana-stuði.....

Að öðru leyti var helgin ágæt. Er byrjuð að undirbúa komu stórfjölskyldunnar, en eftir akkúrat eina viku á ég von á 6-7 manns í heimsókn. Systur mínar ásamt mökum og barni. Hlakka mikið til. Undirbúningurinn fólst í því að laga til í stóra salnum niðri, koma fyrir rúmmum og ísskáp. En þessi salur var búinn að breytast í eina alsherjar rusla geymslu...

Saturday, May 17, 2008

Rigning

Það heldur áfram að rigna og ringa, mjög undarlegt. Vegna þessa er búið að leyfa aftur að vökva garða og fylla sundlaugar. Gott mál bara, en vona samt að gestirnir mínir fái sól og blíðu :)

Wednesday, May 14, 2008

Heimsókn

Eftir rúma viku koma þrjár "blá ókunnugar" stelpur í heimsókn til okkar. Dálítið skrítið, en spennandi. Einn strákur í vinnunni sagði, " en hvað ef þær eru þjófar og ræningjar"
Segir dálítið um ókosti þess að búa í stórborg, en þar ríkir ekki mikið traust til náungans. Reyndar er maður oft að heyra sögur sem ýta undir þetta vantraust, eins og sagan af því þegar það var bankað upp á hjá einum vinnufélaga mínum og á tröppunum stóð kona og grátbað hann um að lána sér 5000kr, hún sagðist vera nágranakona hans (og eithvað gat hún sagt sem ýtti undir þá kenningu og hann trúði henni) og að hún hefði læst lyklana sína og peningana inni í íbúðinni og þyrfti bráðnauðsnynlega á pening að halda til að borga lyklasmið til að brjóta upp hurðina. Hann lét hana fá peningana og sá hana svo aldrei aftur....
En allavegana þá er ég að fá Rebekku ljósmyndara og vinkonur hennar í heimsókn. Ég hef áður kynnt ykkur fyrir henni ( er með tengil á myndasíðuna hennar hér til hægri) enda er ég mikill aðdáandi hennar :) Ég er mjög spennt að kynnast henni í eigin persónu, en ég held að ég hafi fylgst með myndasíðunni hennar í 3 ár eða svo.

Friday, May 9, 2008

Óskar Helgi

er svo samviskusamur og góður strákur að manni finnst stundum nóg um. Í gær var vinkona hans í heimsókn og þau voru eithvað að leika sér með rúllugardínurnar (vildu gera dimmt). Ég sagði honum að hætta þessu því það væri oft vesen með þessar gardínur og að þær gætu fest sig. Stelpan hélt áfram en Óskar sagði henni eins og skot að hætta þessu. Svo kom í ljós aðeins seinna að gardínan hafði fests og Salvador skammaði þau pínu lítið, sagði að það mætti ekki leika sér með þetta. Óskar var alveg miður sín, tók þetta svo nærri sér og kom stuttu seinna með pening úr sparibauknum sínum til að gefa pabba sínum....

Hvítasunnuhelgi

Góða helgi öll sömul!
Hér er rigningarspá alla helgina sem er gott mál, okkur vantar vatn...

Saturday, May 3, 2008

Reikskynjari

Gleymdi að láta ykkur vita að ég fann reikskynjara!! Við hefðum nú varlað þorað að flytja inn nema vera búin að setja upp nokkur stykki ;)

Thursday, May 1, 2008

Flutt inn!!

Jibbí, við erum flutt aftur heim!!
Rosalega góð tilfinning að vera komin aftur í húsið. Atriði eins og í morgun, að labba út í garð til að opna hliðið og heyra fuglasöng og finna lykt af gróðri er eithvað sem ég saknaði.

Var enga stund í vinnuna í morgun, enda eru allir í fríi. Hér er það nefnilega þannig að alltaf ef það sé frídagur á fimmtudegi, þá taka sér allir líka frí á föstudegi til að búa til 4 daga frí. Þeir kalla þetta "brú". Allir skólar og leikskólar eru einnig lokaðir. Alveg sama saga ef frídagur kemur upp á þriðjudegi. Ég er búin að taka svo mikið frí það sem af er árinu og svo ætla ég mér að taka minnst 3 daga þegar systurnar koma þannig að ég ákvað að vinna í dag. Reyndar er mjög fínt að vinna á svona dögum, engin umferð og rólegheit í vinnunni ;)

Bless í bili,
khk