Friday, March 28, 2008

Helgi

Er á leið heim í helgarfrí......hef ekki komið heim í húsið okkar síðan fyrir páska. En við búum eins og er í íbúð sem bróðir Salvadors á, þar sem enn er ekki íbúðarhæft í húsinu.
Getum vonandi gert eithvað smávægilegt um helgina, en geri ekki ráð fyrir að miklu verði komið í verk, því það er nánast ekki hægt að vera með krakkana þarna og svo er Salvador upptekin með heimavinnu fyrir skólann.
Maður verður að smyrja sig með þolinmæði :/
Góða helgi öll sömul!

Tuesday, March 25, 2008

Páskafrí á Íslandi

En hvað það þetta er skrýtið eithvað, að vera komin aftur i vinnuna eftir að hafa "skroppið" til Íslands í páskafrí. Fyrsta skiptið sem ég kem í svona stutt frí til landsins. En þetta var samt alveg frábært, virkilega notarlegt að vera með fjölskyldunni í þessa daga, Takk fyrir okkur!!

Ég verð að viðurkenna að áður en við fórum kveið ég dálítið fyrir því að fara ein með krakkana, sérstaklega af því að Fjóla litla getur stundum verið ansi kröfuhörð og mikill orkubolti. En þetta gekk bara ágætlega því ég fékk svo góða hjálp ;)

Var ekkert að stressa mig á að hitta sem flesta, enda er það hálf tilgangslaust að vera reyna að hitta fólk ef maður hefur varla tíma til að spjalla við það. Hættum við að fara norður, sem var skynsamleg ákvörðun því við höfðum alveg nóg að gera fyrir sunnan, með skipulagða dagskrá nánast upp á hvern einasta dag.

Óskar Helgi var líka rosalega ánægður með ferðina, mér finnst svo mikilvægt að hann haldi góðum tengslum við íslensku fjölskylduna sína, vil ekki að hann verði bara algjör katalóni...

Við tókum fullt af myndum, vel út nokkrar góðar við fyrsta tækifæri.

Takk aftur fyrir góðar móttökur allir saman!!
þangað til næst,
khk
p.s. er búin að auðvelda "comments" kerfið, nú á ekki að þurfa að pikka inn neinn kóða

Wednesday, March 12, 2008

Bruni

Það hefur verið mikið um að vera í lifi okkar síðustu daga. Það kveiknaði í húsinu okkar á föstudagsnóttina, en mjög mjóu munaði að mun verr hefði farið. Maja vinkona var í heimsókn á meðan þessu stóð og hefur hún skrifað frá atburðinum á sína síðu;
http://drit.blogcentral.is/

Við erum búin að koma okkur fyrir í íbúð sem bróðir Salvadors á og verðum við þar um tíma á meðan reynt verður að koma húsinu aftur í skikkanlegt ástand.

Annars er ég á leið til Íslands á föstudagskvöldið með krakkana, hlakka til að sjá ykkur sem flest!!

Friday, March 7, 2008

SigurRós

Vildi bara segja ykkur (ef þið þá þegar vissuð það ekki) að youtube tileinkar SigurRós alla síðuna sína í allan dag.
Oh hvað mér finnst gaman að horfa á þetta, ég fyllist þjóðarstolti og heimþrá og og ..veit ekki hvað

Tuesday, March 4, 2008

Brúðkaup

Þá er ég búin að fara í mitt fyrsta spænska/katalónska brúðkaup. Þetta var hefðbundið brúðkaup, eins og flest öll (ekki eins og á Íslandi þar sem hver hefur sitt brúðkaup eftir sínu höfði).
Þegar komið var á veitingastaðinn var pinnamatur, opinn bar þar sem maður gat pantað sér það sem maður vildi og svo þjónar á hverju strái að bjóða kampavín. Lifandi tónlist við sundlaugarbakkann osfrv. Þegar farið var inn var búið að raða til borðs og við 8 manna hringborð. Þá tók við forréttur, aðalréttur og eftirréttur með tilheyrandi vínum. Dálítið skondið, hvernig gert var mikið úr því þegar þjónarnir komu inn með matinn, eða vínið því þá fór svaka tónlist af stað til að beina athyglinni að þeim. Fyrst fóru tveir þjónar að borði brúðhjónanna og hinir röðuðu sér upp í línu á meðan, þegar hjónin voru búin að fá sitt máttu hinir þjónarnir byrja að vinna. Allt samkæmt kúnstarinnar reglum.
Svo kom brúðkaupsterta og í lokin var súkkulaði fondú, eða einhversskonar súkkulaði gosbrunnur þar sem maður gat dýft ávöxtum i í brunninn.
Það voru engar ræður, leikir, myndasýningar eða fjöldasöngur. En það er ekki hefð fyrir þessu hér, en það finnst mér einmitt gera brúðkaupin skemmtileg . Það eina sem var gert var að brúðhjónin úthluta lítilli styttu til einhvers pars í salnum sem þeim finnst að eigi að gifta sig næst.
Jú og svo dönsuðu þau fyrsta dansinn.
Svona veislur eru ansi dýrar, en málið er að maður er í raun búinn að borga fyrir þetta því í boðskortinu kemur fram reiknisnúmer hjónanna og það er"lágmark" að borga inn á reikninginn 10000ikr á mann (þannig að við Salvador borguðum 20 000) fyrir að koma í brúðkaupið....
Já þeir eru komnir ansi langt í að "viðskiptavæða" brúðkaupin.