Thursday, January 24, 2008

Sjálfstæðir Íslendingar eða ósjálfstæðir spánverjar ?

Mér fannst dálítið fyndið þegar einn samstarfsmaður minn, strákur sem er 31 árs, var að segja að mamma hans færi alltaf með honum ef hann þyrfti að fara til læknis. Svo fórum við að ræða þetta aðeins og þetta er víst ansi algengt, að fólk þurfi að hafa með sér fylgdarmann þegar það fer til læknis. Eins er það líka þannig að ef einhver þarf að leggjast inn á sjúkrahús, er það lang oftast þannig að fjölskyldan býr til vaktarplan, þannig að það sé að minnsta kosti alltaf einhver fjölskyldumeðlimur með hinum veika (nótt sem dag og jafnvel þó að fylgdarmanneskjan hafi ekki rúm til að sofa í á sjúkrahúsinu)
Annars er það líka dálítið ólikt sjálfstæðis eðlinu í mér (sem íslendingi sennilega) að við þurfum alltaf að fara ÖLL saman í hádegismat, það verður að bíða eftir að allir séu tilbúnir og svo þegar við komum niður í matsalinn þá verðum við ÖLL að sitja við sama borð (og við erum stundum allt að 15manns) þannig að þá verður að tengja saman 2-3 borð.

Wednesday, January 23, 2008

Afmæli

Leiðinlegt að vera með þessa Gubbupest efst á síðunni, þannig að ég verð að koma með eithvað nýtt til að segja ykkur frá.
Fór í gær í afmælisveislu með Óskari Helga, en afmælið var haldið í einhverskonar ævintýralandi, svipað og í Kringlunni. 4 krakkar úr bekknum voru búnir að taka sig saman og sameinast um að bjóða öllum bekknum í afmælið. Þarna inni gátu krakkarnir hamast í kúlum, rennibrautum og hoppað á dýnum alveg eins og þau vildu, voða fjör. Svo voru allir kallaðir til að borða, mjög gaman að fylgjast með öllum krökkunum og sjá hvað þau eru ólík. Svo kom bangsaklæddur maður með afmælisgjafir og dansaði með krökkunum. Eini gallinn á þessu að það var óþægilega há tónlist allan t ímann og svo var þetta einum of langt, ég var alveg búin að fá nóg (enda með Fjólu líka) en þetta var ekki búið fyrr en að verða hálf níu og þá átti maður eftir að koma sér heim :/
Jæja, bless í bili, khk

Tuesday, January 22, 2008

Gubbupest!!

Er búin að vera frá vinnu í tvo daga vegna gubbupestar,þetta er ótrúlegur vetur en ég hafði ekki fengið svona pest i mörg ár og núna hef ég fengið 3 með stuttu millibili.
Eina góða við þetta er að þetta er ágætis megrunarkúr....

Þá vitiði það!!

Monday, January 21, 2008

Hitt og þetta

Helgin er liðin, mamma og pabbi eru farin og fyrsta árið í lífi Fjólu er liðið.

Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn með matarboði fyrir fjölskyldu Salvadors og mömmu og pabba. Vorum með einskonar brauðtertu í forrétt og ofnbakaðann aspars og svo pítsur í aðalrétt. Hafði aldrei áður gert heimagerða pítsu fyrir þau, sem þeim fannst voða góð. Í eftirrétt var ég svo með marens með rjóma og berjum, rice crispies kökur og úr því að ég átti eggjarauður afgangs við gerð marensins ákvað ég að prófa crema catalana. Það tókst bara vel.
Tók nokkrar myndir sem ég ætla setja inn sem fyrst.
Mamma og pabbi fóru heim í gær, held að þau hafi getað slappað vel af og notið þess að vera í sól og birtu, enda er búið að vera óvenju hlýtt og gott veður undanfarna daga.
Þau skildu eftir bók, handa mér til aflestrar og ég hef ekki getað látið hana frá mér fyrr en nú sem ég er búin að klára hana, en þetta var sagan af Bíbí Ólafsdóttur. Alveg frábær bók, ótrúleg kona alveg hreint og mjög vel skrifað hjá Vigdísi.

Eftir að mamma og pabbi fóru í gærmorgun fórum við að borða hjá gömlu fólki, en þau eru grænmetisætur og eru með mat einu sinni í mánuði fyrir alla sem vilja, maður greiðir 4 evrur. Mjög skemmtilegt, við sátum úti við langborð og svo er spjallað um heilbigt líferni og fl. Þau reka líka litla búð með lífrænum vörum og eru sérfræðingar í jurtum og ýmsu öðru. Salvador fór heim með poka af jurtum sem eiga að vera góðar fyrir sykursýki.
Skemmtilegt fólk.

Jæja, skyldan kallar!!
bless í bili, khk

Thursday, January 17, 2008

Fjóla 1 árs!!

Í dag er hún Fjóla litla ordin 1 árs!!
Holdum lítilega upp á thad á morgun, med matarbodi fyrir fjolskyldu Salvadors.
Hún er rosalega kraftmikil stelpa, heiljarinnar erfidi ad skipta um bleyju á henni thví hún hreyfir sig svo mikid, en hún er líka mjog hláturmild og skemmtileg. Er ekki farin ad labba enn, virdist vera dálítid í thad. Vid erum núna ad reyna kenna henni ad lifta einum fingri til ad sýna ad hún sé eins árs ;)

Party Tónlist

Er að hlusta á The Killers, algjör party tónlist!!
Mjög skemmtilegt, manni langar bara að fara dansa, en ég sit bara hér í vinnunni fyrir framan tölvuna og er að fara yfir gröf....
Vildi bara láta ykkur vita ;)

Monday, January 14, 2008

Leyndarmálið

Er búin að vera lesa leyndarmálið. Finnst alveg nauðsynlegt að lesa það sem er vinsælt, til að geta sagt mína skoðun á efninu. Hér hefur enginn heyrt um þetta, enda hefur myndin ekki verið sýnd hér. Leist ekkert allt of vel á bókina í upphafi, rosaleg einföldun fannst mér og hálfgerð blekking, en svo þegar ég er búin að klára bókina finnst mér þetta ekki alveg svo vittlaust og ég er ekki frá því að kjarni málsins sé sannur.
Það er gaman að þessu (en má ekki taka of bókstaflega) allavega ekki slæmt að tileinka sér jákvæða hugsun, bjartsýni og þakklæti.

Tuesday, January 8, 2008

Út ad borda

Vildi bara segja ykkur frá thví thegar vid fórum út ad borda á sunnudaginn sídasta. Á sunnudaginn var pakkadagur, thví kvoldid ádur hofdu vitringarnir komid í hús med gjafir :) Thad var ákvedid ad fara út ad borda med stórfjolskyldunni. En thar sem fjolskyldan er svo lítil thá verdur thetta frekar samansafn af fjolskyldum sem kannski thekkjast ekki svo mikid. Vid vorum 24 manns, fjolskylda Salvadors, og konu bródur hans. Thetta er víst frekar algengt ad fjolskyldur sameinist á hátídisdogum og fari út ad borda á veitingastad, í stadinn fyrir hefdbundin íslensk jólabod er jólabodid haldid á veitingastad. Thad var grídarleg bid eftir thví ad komast ad, thrátt fyrir ad bordid hafi verid pantad med meira en mánadar fyrirvara. Stemmningin á veitingastadnum var mjog ólík thví sem madur á ad venjast á íslenskum veitingastad, vid satum vid langbord og flestir adrir voru líka í stórum hópum og sátu vid langbord og laetin eftir thví. Madur thurfti ad tala saman eins og madur vaeri á skemmtistad. Thjónustan var samt sem betur fer rosalega fljót og gód midad vid adstaedur. Allir pontudu sér forrétt, adalrétt og eftirrétt en réttirnir voru allir frekar "einfaldir" eda tahnnig, ég bad til daemis um kjúkling og ég fékk eitt kjúklingalaeri á diskinn án nokkurs medlaetis eda sósu. Enda er stadurinn fraegur fyrir grill, thannig ad allt er meira og minna grillad. Medlaetid kom á stórum diskum handa ollum, sem var t.d. ristad franskbraud (stórar sneidar) hvítlaukur og tómatur (til ad nudda á braudid) grillud thistilhjortu, hvitar baunir, og fl.
Alminnilegur matur, ekkert fínerí og stórir skammtar.
Vín var í bodi fyrir thá sem vildu, kaffi á eftir og likjor med. Allt saman kostadi thetta um 2000kr á mann, sem er mjog gott verd fyrir magn og gaedi.



Sunday, January 6, 2008

Ad eignast born

Í hádeigispásunni um daginn átti ég áhugavert spjall vid nokkra samstarfsmenn. Vid vorum 4 saman ad spjalla og allt i einu kemur í ljós ad tveir theirra vilja ekki eignast born. Ég vard mjog hissa og spurdi hvort makar theirra vaeru theim sammála sem thau svo svorudu játandi. Ég sagdi theim ad ég hafdi aldrei adur heyrt nokkurn mann tilkynna thetta. Thad hefur einhverneiginn bara verid sama-sem merki á milli thess ad vera par og ad eignast born. Annar adilinn er kona sem er alveg ny byrjud ad vinna med okkur og hinn adilinn er ungur strakur. Thetta spjall vakti mig til umhugsunar um thad ad thad er i raun frekar vitlaust hvernig allir í samfélaginu okkar aetlast til ad allir verdi ad eignast born. Eins og thad sé thad eina mikilvaega í lífinu og eithvad sem allir verda helst ad gera. Thetta aetti hins vegar ad vera spurning sem allir aettu ad spurja sig ad og hugsa mjog vel. Thví thad er án efa mjog mikil breyting á lífsstíl ad eignast born og í raun ekki eithvad sem hentar ollum. Ég býst vid ad thessi hugarfarsbreyting eigi eftir ad aukast á naestu árum, baedi af thví ad fólk er sjálfstaedara í dag en ádur og hefur fleiri taekifaeri til ad gera adra hluti en ad stofna fjolskyldu og hlada nidur bornum.

Tuesday, January 1, 2008

Gleðilegt ár 2008!

Þá er komið nýtt ár. Held að árið 2007 hafi liðið hvað hraðast af öllum árum æfi minnnar. Nýja árið leggst bara vel í mig.

Get sagt ykkur fréttir, ég er búin að kaupa flugmiða fyrir mig og börnin til Íslands um páskana :)
Við höfum aldrei komið til landsins um páska síðan við fluttum út og núna þar sem það er beint flug og tiltölulega ódýrt ákvað ég að skella mér. Vonandi verður snjór svo Óskar geti leikið sér á sleða og búið til snjókall :)

Er komin aftur í vinnuna og hef nóg fyrir stafni hér.
Hafiði það gott, bless í bili
khk