Monday, February 23, 2009

Blogg pása

Tímabundin bloggpása, laet vita ef (thegar) ég byrja ad blogga aftur.

Thursday, February 5, 2009

Ný vinna/ doktorsnám


Jaeja thá er ég komin á nýja vinnustadinn, búin ad vera hér sídan á mánudag. Ég er sem sagt byrjud í doktorsnámi fyrir thau ykkar sem ekki vissud thad. Námid fer fram í laeknadeild háskólans í Barcelona (sem er rétt hjá Sabadell) , nánar tiltekid frumulíffraedideild. Ég fékk styrk frá katalónska ríkinu til ad gera thetta, sem var mjog ánaegjulegt fyrir mig.

Thad sem ég hef verid ad gera thessa fyrstu daga er ad klippa og líma. Litlar myndir af litningum (sjá mynd hér ad ofan) og líma aftur á blad og rada theim upp í theirri rod sem their eiga ad vera. Fyrst var thetta mjog erfitt, manni fannst their allir eins, en núna er ég farin ad sjá thetta adeins betur.
Fólkid herna er alminnilegt og mér líst vel á thad, en vinnuadstadan er ekki gód. Engin tolva t.d. bara 4 sameiginlegar tolvur fyrir fullt af fólki. Skrifbordid mitt er heldur ekki upp á marga fiska, thad er út á midju gólfi og er ég í sal med fullt af odru fólki. Stólinn hálfgerdur ruggustóll og grjóthardur.
En madur vennst thessu sennilega eins og ollu odru...

Allavegana er ég ánaegd ad vera loksins ad fara laera eithvad nýtt og allt thetta er alveg nýtt fyrir mig.

Verkefnid mitt mun fjalla um hvort fólk sem ordid hefur fyrir mikilli mengun af voldum olíu hafi ordid fyrir heilsufarsskada. Thid munid kannski eftir olíuslysinu sem vard vid strendur Spánar haustid 2002 thegar olíuflutningaskipid Prestige sokk og med thvi gífurlegt magn af mjog svo mengadri olíu. Margir sjómenn unnu vid hreinsunarstorf og voru their margir hverjir illa vardir. Tekin voru sýni úr theim fljótlega eftir ad their hofdu lokid vinnunni og svo voru aftur tekin sýni úr theim núna 6 árum sidar. Thannig ad ég mun notast vid thessi sýni sem voru tekin 6 árum eftir slysid, thar sem hin sýnin sem voru tekin strax sýndu fram á ad their hofdu hlotid ákvedinn skada. Ég tharf thví ad athuga hvort skadinn sem their urdu fyrir sé enn til stadar 6 árum sídar, eda hvort their hafi jafnad sig.

Bless í bili!!
thangad til naest,
Kristín