Tuesday, November 27, 2007

Er loksins að fá tækifæri til að læra eithvað nýtt í vinnunni, mjög ánægð með það :)
Bíður mín stærðar hlúnkur til að lesa, eða leiðarvísirinn að þessari nýju tækni sem ég er að fara nota. Reyndar eru 2 aðrar sem hafa gert þetta frekar lengi, þannig að þær kenna mér.
Er mjög lítið byrjuð að undirbúa jólin, verð samt að fara klára að kaupa jólagjafirnar sem eiga að fara til Íslands. Svo þarf ég að fara skrifa óskalista svo þið vitið hvað mig langi í í jólagjöf ;)
Bara stutt í dag, er að fara lesa!!
kveðja,
Kristín

Monday, November 26, 2007

Fyrirlestur

Fyrrverandi yfirmaður minn, Kári Stefáns, var með fyrirlestur hér í vinnunni í gær. Mjög gaman að hlusta á hann. Hann fékk mjög flotta kynningu, en sá sem gerði það sagði að hann hefði verið nefndur af Time magazine sem einn af 100 mikilvægustu mönnum í heiminum í dag (eða eithvað svoleiðis). Kári byrjaði fyrirlesturinn á því að segja að enginn trúði neinu úr Time magazine...
Eftir fyrirlesturinn voru svo ýmsar spurningar og einn var dálítið lengi að orða sína og þá greip Kári bara framm í og sagði að spurningin væri orðin allt of löng og hann væri búin að gleyma hvernig spurningin byrjaði og vildi því reyna að svara úr því sem komið var. Hann verður sennilega seint kallaður kurteis. En annars fannst mér þetta nú bara allt í lagi hjá honum að vera svona hreinskilinn.

Sunday, November 25, 2007

Sykursýki

Um helgina fengum við staðfest að Salvador er kominn með sykursýki :(
Hann er búinn að vera óvenju þyrstur undanfarna mánuði og svo hefur hann lést um 5 kg á stuttum tíma, þannig að það var greinilega eithvað í gangi. Þegar hann fór að tala um þetta við bróðir sinn sagði hann strax að þetta væru byrjunareinkenni sykursýki, sem svo reyndist rétt vera. Hann er ekki búin að fara í alminnilega rannsókn og því vitum við ekki alveg á hvaða stigi hann er með þetta, en það kemur í ljós á föstudaginn næsta. Dálítið leiðinlegt, en það er samt lán í óláni að hann er nú ekki mikill sykurfíkill, þannig að þetta er ekki gríðarleg fórn fyrir hann (eins og þetta yrði fyrir mig), en samt fannst honum nú gott að fá sér kók og eithvað sætt í eftirrétt.

Thursday, November 22, 2007

Matarboð

Halló kæru vinir,
Langaði bara til að segja ykkur að við ætlum að halda stórt matarboð 1. des nk. Alltaf gaman að því. Eigum íslenskt lambakjöt í frysti sem við getum boðið uppá og svo þarf bara að finna einhvern góðan forrétt og eftirrétt. Reikna með að við verðum 12 fullorðnir og 4 börn (með okkur). Heiðurs gesturinn er Carlos, vinur okkar frá Mexico. Þess vegna notum við tækifærið og bjóðum öðru pari sem við þekkjum sem er líka frá Mexico og svo þekkir Salvador íslenska stelpu (frá Húsavík) sem á Mexikanskan mann. Þannig að þá má segja að þetta verði matarboð með íslenskum og mexikönskum blæ.
Annars eru engin sérstök helgarplön þessa helgi, kannski bara reyna þrífa dálítið og ef til vill kaupa eina eða tvær jólagjafir.
Góða Helgi!!

Komment

hæ hæ,
Er búin að vera kíkja reglulega inn á nýju síðuna mína og bíða spennt eftir kommentum, en aðeins Þórhildur systir hefur kommentað. Þá sá ég að það var dálítið vesen, maður þurfti að skrá sig, en núna er ég búin að breyta því og allir geta kommentað!!

Bless í bili,
khk

Wednesday, November 21, 2007

Halló!

Hæ hæ og velkomin á nýju bloggsíðuna mína, hvað finnst ykkur um hana ??

En hvað mér finnst skrýtið að tvíburarnir séu orðnar 30 ára, mér sem fannst þær alltaf svo litlar....

Bara allt gott að frétta af okkur, nóg að gera eins og vanalega. Kuldinn sem kom um daginn er farinn aftur og seinnipartinn í gær þegar ég fór að versla um 7 leytið var 18 stiga hiti og ég var í stuttermabol.
Skrifa meira seinna.
Bless í bili.

Tuesday, November 20, 2007