Tuesday, April 29, 2008

Óskar Helgi komin heim

Já það var mikið fjör hjá krökkunum í ferðalaginu og þau komu dauðuppgefin aftur heim, svo þreytt að Óskar sofnaði í bílnum kl 6.... Við gátum nánast ekkert spurt hann því hann var svo þreyttur... En svo vaknaði hann aftur um niu leytið og gat sagt okkur frá ferðinni. Hann var á heildina litið mjög ánægður, enda var þetta mjög skemmtilegt held ég. Farið í allskyns leiki og stöðugt skemmtiprógram. Það eina sem var kannski dálítið leiðinlegt var að hann fann sennilega meira fyrir því að vera með mjólkurofnæmi. En hinir krakkarnir fengu t.d. ís í eftirrétt og hann banana og fleira í þeim dúr.

Já ég er farin að hlakka rosalega mikið til að komast aftur í húsið okkar, sakna þess að hafa öll fötin mín aðgengileg, eldhúsdót, vera í garðinum og bara að geta verið heima hjá mér. Gæti samt orðið meiri töf því bílinn er enn ekki kominn í lag og til að búa þar verðum við að hafa bílinn. Sjáum til.
Áður en við flytjum inn setjum við reikskynjara í hvert herbergi. En það ætlar ekki að verða auðvelt mál að finna þá. Er búin að fara á tvo staði til að kaupa, en enginn kannast við að vera með reykskynjara...Já eins og ég var búin að segja er ENGINN með reykskynjara hér, undarlegt nokk. Ef leitinn verður árangurslaus verð ég að biðja ykkur systur um að kaupa fyrir okkur á Íslandi og koma með þegar þið komið í lok mai.

Monday, April 28, 2008

Óskar Helgi í skólaferðalagi

Vá hvað litli strákurinn minn er orðinn stór ! Hann fór í einnar nætur ferðalag með skólanum í gær, kemur heim seinnipartinn í dag og bíðum við foreldrarnir spenntir að heyra ferðasöguna.

Við erum að hugsa um að flytja í húsið okkar á miðvikudaginn, enda er það alveg orðið íbúðarhæft núna, búið að mála og taka flesta skápa og skúffur í gegn. Vantar að "fín pússa" og hengja aftur upp myndir á veggi og fl. Við erum reyndar ekki búin að mála alveg allt, enda er húsið svo stórt en það er svo sem ekki bráðnauðsynlegt heldur.

Það er ekki enn búið að finna út úr þvi hvað kom fyrir bílinn þarna um daginn þegar ég varð stopp á hraðbrautinni, Jósep er búin að reyna allt en í dag koma einhverjir kallar og ætla að athuga hvort þeir geti gert eithvað, ef ekki þá eru síðustu úrræði að senda bílinn í umboðið, en mér skilst að það kosti minnst 1000 evrur (120000ikr).

Af veðrinu er það að frétta að það eru miklir þurrkatímar og nú er svo komið að það er búið að banna að vökva garða og fylla sundlaugar....veit samt ekki alveg hvernig á að fylgjast með því. Við verðum því að fara drífa í að safna regnvatninu svo við getum haldið áfram að hafa blóm í garðinum (það er samt ekki alveg svo auðveld framkvæmd, en eithvað sem við stefnum á að gera). Annars erum við líka með brunninn í garðinum og því getum við sagt að vatnið sem við notum sé þaðan (þó það sé ekki alveg satt því brunnurinn tæmist á örskotstundu).

Jæja best að fara hefja vinnunna, bless í bili!
Kristín

Wednesday, April 23, 2008

nammi

Tveir yfirmenn mínir eru á Íslandi núna, á ráðstefnu. Hefði nú verið gaman að fá að fara með.
Bað hana um að kaupa íslenskt nammi handa okkur. Sjáum til á morgun hvort hún hafi orðið að bón minni.

Sunday, April 20, 2008

Ýmislegt

Á morgun er Sant Jordi, en það er "menningardagur" katalóna. Allir kaupa bækur og rósir þennan dag og gefa ástvinum. Hér í vinnunni er búið að skipuleggja skiptibókamarkað, en sl. vikur hefur maður mátt koma með bók og í staðinn hefur maður fengið lítinn miða sem gildir þannig fyrir nýja bók á markaðinum. Ég fór með eina bók og get því valið mér eina nýja á morgun.

Bráðum fer Óskar Helgi í gistiferðalag með skólanum. Þetta er mjög algengt hér að drífa krakkana í einskonar sumarbúðir þar sem gist er 1-2 nætur (já eða fleiri, fer eftir aldri). Mér finnst við "heppin" en þetta er fyrsta árið sem farið er í svona ferð og það er bara gist ein nótt (Óskar er 5 ára). En ég veit um aðra skóla þar sem farið er með 3 ára krakka í 2 nætur...(og engir foreldrar með). Algjör óþarfi finnst mér.
En hann er voðalega spenntur fyrir þessu, erum byrjuð að taka til dótið (enn meira en vika í brottför) eins og svefnpoka, vasaljós og fl.

Ég var stopp á hraðbrautinni á fimmtudaginn á leið heim úr vinnunni. Alveg á miðri hraðbraut, var á miðreiminni af þremur. Bíllinn alveg dauður og ég átti engan möguleika á að koma mér út í kant, gat heldur ekki farið út og sett viðvörunarþríhyrning, því það var stórhættulegt að fara út úr bílnum. Bílarnir flautuðu, ekki mikil þolinmæði hér nei... Ég hringdi á aðstoð (hér er innifalið í bílatryggingunni að maður fái aðstoð út á götu ef eithvað af þessu kemur uppá). Sem betur fer kom löggan fljótlega (ekki hún samt sem ég hringdi í) og hjálpaði mér að koma bílnum út í kant, enda var ég búin að skapa þetta þvílika umferðaraungþveiti !
Þegar aðstoðin kom lokst spurði ég oft og mörgum sinnum hvort hann væri ekki örugglega frá tryggingafélaginu Atlantis, en ég vildi ekki lenda aftur í að hoppa upp í bíl hjá einhverjum sem ég átti ekki að fara með og láta svo rukka mig um 20 þús. krónur. til að fá bílinn aftur lausan af pallinum. Allt gekk vel í þetta sinn og ég og bíllinn komumst heil heim á verkstæðið hjá Jósep mági.

Af húsinu er það að frétta að "þetta tekur aldrei enda" . Um helgina var samt unnið af hörku.

Monday, April 14, 2008

Skúra skrúbba bóna....

Hæ hæ,
Um helgina var tekin ágætis skorpa í húsinu, búið er að mála allt það mikilvægasta þannig að nú erum við byrjuð að koma dótinu aftur á sinn stað. En það er nú samt heljarinnar vinna, skrúfa ljós aftur á sinn stað, festa hillur, þrífa allar snúrur, fjarstýringar, alla skápa og skúffur, en reykurinn smaug inn um allar rifur.... og það er ekki létt að þrifa hann af t.d. plasti.
Hvað um það, ég kvarta ekki því við búum eins og er í ágætis íbúð. Markmiðið er að við verðum flutt inn þegar systurnar koma í heimsókn í lok mai, en miðað við stöðuna í dag ætti það alveg að takast.

Fórum líka í grillveislu um helgina með vinnunni, það var bara fínt. Ágætt að leyfa Salvador að kynnast aðeins fólkinu sem ég vinn með.

Bless í bili, khk

Sunday, April 6, 2008

myndir frá páskafríi á Íslandi

Solla og Óskar Helgi baka pízzu



Í göngutúr niður á höfn



Er ekki svipur með frænkunum ?



Í heimsókn á vinnustofuna hans Magga

Fleiri kræklingamyndir

Thursday, April 3, 2008

Eldri myndir

Maja vinkona var að senda mér myndir frá því að hún kom í heimsókn. Kannski ekki beint hefðbundnar myndir frá ferðalagi...

3 brunabílar, einn sjúkrabíll og 2 lögguhjól komu á svæðið og 2 brunabílar í viðbót voru á leiðinni en voru sendir aftur til baka, þar sem búið var að slökkva eldinn.


Óskar fylgdist spenntur með úr glugga nágrannana



Við í sloppum að fá okkur morgunkaffi hjá nágrönunum

Á þessari mynd má sjá upptök eldsins, en hér var rafmagnsofn sem brann til kaldra kola, hurðinn brann líka dálítið og glerið í henni brotnaði.










nokkrar myndir

Halló, ég hálf skammast mín fyrir hvað ég er orðin léleg að blogga. Væri svo gaman að setja inn mynd á hverjum degi og skrifa eithvað skemmtilegt. Ein afsökun sem ég hef er að það er miklu meira að gera hjá mér í vinnunni núna og svo líka af því að við höfum ekki netið því við búum ekki heima hjá okkur. Svo er líka annað en við sitjum mjög þétt hérna í vinnunni og allir nágranarnir sitja við hliðina á mér og horfa beint á tölvuskjáinn minn og þá er ekki eins þægilegt að hanga á netinu....

Allavegana, hér koma örfáar myndir frá íslandsferðinni, set inn fleiri við tækifæri.
En þetta er allavegana smá sýnishorn af því sem við gerðum.

Solla og Óskar úti í sjó í Hvalfirði að tína kræklinga


Pasta gerð sem haft var sem meðlæti við kræklingana sem tíndir voru
Skemmtiferð í Húsdýragarðinn

Sleðaferð í Bláfjöll