Friday, October 31, 2008
Thursday, October 30, 2008
Slæm nótt
Dálítið súrrealísk nótt hjá okkur í nótt. Salvador á að skila verkefni á hádegi í dag og sat við tölvuna í alla nótt. Var þar enn þegar ég fór á fætur rétt fyrir sjö. Ég vaknaði fyrst um kl 2 við það að Salvador kom með Óskar upp í rúm til mín, því hann var búin að æla út um allt rúmmið sitt. Svo vaknaði hann ca 4-5 sinnum eftir það til að æla. Ég var tilbúin með vaskafatið og rétti honum, einu sinni var ég að flýta mér svo að koma því til hans að ég sullaði gamalli ælu úr vaskafatinu yfir sjálfan mig og sængina í leiðinni. Reyndi samt að halda áfram að sofa, snéri sænginni bara við. Annars lagið heyrðist svo kvörtunarhljóð í Fjólu.
Wednesday, October 29, 2008
blogg
Sæl öll.
Langt síðan síðast og margt gerst síðan þá.
Af okkur er bara allt ágætt að frétta. Það helsta er að við erum búin að fá til okkar íslenska stelpu til að aðstoða mig með krakkana og heimilið. Salvador er svo svakalega upptekinn þetta árið, kemur ekki heim fyrr en að verða tíu á kvöldin og þannig að hingað til hef ég verið ein að stússa með krakkana, elda matinn, baða, þrífa osfrv. Auðvitað er allt hægt, og ég viðurkenni alveg að þetta er lúxus, en af því að við höfum tækifæri ákváðum við að prófa þetta. Okkur líst mjög vel á stelpuna og vonandi líst henni líka vel á okkur.
Annars verð ég að segja eins og er að ég er harmi sleginn yfir því sem er að gerast á Íslandi og reyni ég eftir bestu getu að fylgjast vel með. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla að reyna að lesa sig til og setja sig inn í málin. Hingað til hefur fólki kannski verið einum of mikið "sama" um allt og lagt full mikið traust á ráðamenn, án þess að spá mikið í hvað væri um að vera. Núna held ég að allir ættu að reyna að tala saman, hittast á fundum og ræða hlutina. Svo finnst mér líka dálítið vandamál hvað margir virðast vera bundnir við skoðanir "flokksins" og ef þú hefur einhverntíman kosið ákveðin flokk verður þú alltaf að halda því áfram. Fólk verður að reyna að hætta því og skoða hlutina frá öllum hliðum til að reyna mynda sér skoðun á því hvað sé best.
Veit ekki alveg hversu dugleg ég verð að blogga, sjáum til hvort ég komist í gírinn.
Kær kveðja,
Kristín Hildur
Langt síðan síðast og margt gerst síðan þá.
Af okkur er bara allt ágætt að frétta. Það helsta er að við erum búin að fá til okkar íslenska stelpu til að aðstoða mig með krakkana og heimilið. Salvador er svo svakalega upptekinn þetta árið, kemur ekki heim fyrr en að verða tíu á kvöldin og þannig að hingað til hef ég verið ein að stússa með krakkana, elda matinn, baða, þrífa osfrv. Auðvitað er allt hægt, og ég viðurkenni alveg að þetta er lúxus, en af því að við höfum tækifæri ákváðum við að prófa þetta. Okkur líst mjög vel á stelpuna og vonandi líst henni líka vel á okkur.
Annars verð ég að segja eins og er að ég er harmi sleginn yfir því sem er að gerast á Íslandi og reyni ég eftir bestu getu að fylgjast vel með. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla að reyna að lesa sig til og setja sig inn í málin. Hingað til hefur fólki kannski verið einum of mikið "sama" um allt og lagt full mikið traust á ráðamenn, án þess að spá mikið í hvað væri um að vera. Núna held ég að allir ættu að reyna að tala saman, hittast á fundum og ræða hlutina. Svo finnst mér líka dálítið vandamál hvað margir virðast vera bundnir við skoðanir "flokksins" og ef þú hefur einhverntíman kosið ákveðin flokk verður þú alltaf að halda því áfram. Fólk verður að reyna að hætta því og skoða hlutina frá öllum hliðum til að reyna mynda sér skoðun á því hvað sé best.
Veit ekki alveg hversu dugleg ég verð að blogga, sjáum til hvort ég komist í gírinn.
Kær kveðja,
Kristín Hildur
Subscribe to:
Posts (Atom)