Fyrrverandi yfirmaður minn, Kári Stefáns, var með fyrirlestur hér í vinnunni í gær. Mjög gaman að hlusta á hann. Hann fékk mjög flotta kynningu, en sá sem gerði það sagði að hann hefði verið nefndur af Time magazine sem einn af 100 mikilvægustu mönnum í heiminum í dag (eða eithvað svoleiðis). Kári byrjaði fyrirlesturinn á því að segja að enginn trúði neinu úr Time magazine...
Eftir fyrirlesturinn voru svo ýmsar spurningar og einn var dálítið lengi að orða sína og þá greip Kári bara framm í og sagði að spurningin væri orðin allt of löng og hann væri búin að gleyma hvernig spurningin byrjaði og vildi því reyna að svara úr því sem komið var. Hann verður sennilega seint kallaður kurteis. En annars fannst mér þetta nú bara allt í lagi hjá honum að vera svona hreinskilinn.
Monday, November 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment