Sunday, December 23, 2007
Gleðileg Jól
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár!
Ég er búin að leggja mig fram við að gera heimilið jólalegt og huggulegt og er ég bara nokkuð ánægð með árangurinn. Hefði þó viljað vera búin að baka meira og þrífa betur ýmis smáatriði, eins og skápa og skúffur. En maður verður líka aðeins að slappa af.
Var að hlusta á skemmtilegan jóladisk með 3 á palli og svo hlusta ég líka á jólakveðjurnar á rás 1.
Vil reyna að halda í Íslensku jólahefðirnar því þær eru svo sérstakar.
Hafiði það öll sem best!
Kærar kveðjur,
Kristín Hildur
Tuesday, December 18, 2007
Tofrasýning
Eftir sýninguna var okkur svo bodid ollum i mat, standandi hladbord med smáréttum. Mjog gott.
Monday, December 17, 2007
Jólasveinn frh
Annars var thetta mjog skemmtilegt bara, allir fengu eithvad vid sitt haefi og ein gjofin sló í gegn, en thad var trefill med raudum og gulum rondum (katalónski fáninn) sem ég átti upp í skáp (hafdi keypt á lokunarútsolu fyrir nokkrum árum) gaeda trefill úr vandadri ull og stelpan sem fékk hann var ekkert smá ánaegd. Enda er hún mikill thjódernissinni og fer reglulega í krofugongur og á fótoltaleiki thar sem landslid katalóníu spilar (theim er bannad ad taka thátt í althjódlegum mótum, thannig ad thad eru adeins vináttuleikir sem their geta spilad). Vid thessi taekifaeri er trefillinn alveg kjorinn ;)
Í dag er brjálad ad gera hjá mér í vinnunni, adstaeda mín hefur breyst skyndilega allt í einu er komin talsverd ábyrgd og mikid af verkefnum....verd thví ad fara hefjast handa.
Sunday, December 16, 2007
Jólasveinninn ég !
Það fór því lítið fyrir jólaundirbúningi þessa helgina... Í gærkvöldi vorum við Óskar þó orðin nokkuð hress og þá lét ég undan þessum gífurlega þrístingi og við fórum að skreyta jólatréð. Mjög fallegt hjá okkur ;)
Í vinnunni á föstudag skreyttum við labbið hjá okkur. Settum upp jólatré og nokkra músastiga. Ég var búin að nefna að við ættum að skiptast á pökkum, hver að koma með einn (eins og maður gerði í gamla daga í skólanum) en fékk mjög dræmar undirtektir. Ég dó ekki ráðalaus og kom núna í morgun með pakka handa öllum (og mér líka :) Þar sem ég mæti fyrst á morgnanna gat ég komið þeim fyrir í ró og næði án þess að neinn sæi til. Ég ætla svo bara að setja upp undrunarsvip og segja að pakkarnir hafi verið undir trénu þegar ég mætti í morgun og að það sé einn á mann (þess vegna var nauðsynlegt að koma með handa mér líka)
Verður spennandi að sjá hversu lengi ég get leikið þann saklausa, hingað til hef ég nefnilega átt mjög erftitt með að þegja yfir leyndarmálum.
Læt ykkur vita hvernig þetta fer!
khk
Tuesday, December 11, 2007
Halló,
Veit að ég er búin að vera mjög löt við að skrifa undanfarið. Samt hefurverið nóg um að vera sem ég get sagt ykkur frá.
Ég er ný komin úr 5 daga fríi, frá fimmtudegi til mánudags. Notaði tímann í ýmislegt. Á fimmtudag var verslað grimmt, til að geta komið jólakassanum með pökkum handa öllum í póst. Á föstudag var þrifið og lagað til og jólauppsetningin sett upp (eins og í fyrra, með mosa, vitringum, fjárhúsum og jesúbarni) og jólasería á svalirnar. Óskar og Salvador vildu líka skreyta jólatréið, en ég sagði NEI. Óþarfi að gera allt strax, verður nú að fá að geyma eithvað, þó svo að við bíðum kannski ekki alveg til 23 des eins og í gamla daga. En mér finnst leiðinlegt að vera búin að gera allt í byrjun des, þá hverfur þessi jólahátíðarstemning, sem er svo falleg.
Á laugardag fylltist svo húsið af gestum, vorum með piparkökubakstur fyrir krakkana, foreldrarnir komu líka með auk fleirri gesta en við vorum búin að reikna með, þannig að það sást ekki lengur að húsið hafði verið þrifið...sem skiptir náttúrulega engu máli ;)
Á sunnudag var svo farið á jólaball til Barselóna, þar sem sveinki mætti á svæðið með pakka handa krökkunum og nammi. Gengið í kringum jólatréð, sungið, drukkið glögg og borðaðar piparkökur og fl. Mjög skemmtilegt að íslendingafélagið sjái um þetta.
Svo er maður bara kominn aftur í vinnuna og hér er óvenju mikið að gera, sem er náttúrulega bara gaman J
Bless í bili,
khk
Sunday, December 2, 2007
Helgi
Þá er þessi helgi afstaðin og stutt vika framundan (frídagur á fimmtudag og svo taka margir sér frí á föstudag líka og þar á meðal ég :)
Annars var síðastliðin vika ansi strembin. Salvador var í allskyns rannsóknum og svo kennsluprógrami fyrir sykursjúka og núna til að byrja með verður hann að fylgja mjög ströngu mataræði, frekar erftitt. Svo hefur hann líka verið með einhverjar sjóntruflanir, vona bara að það sé ekki varanlegt. Smám saman fer hann svo að vita hvað hann má og hvað hann má ekki leyfa sér.
Fjóla litla er svo búin að vera veik, með hósta og hor og dálítinn hita. En við létum þetta nú ekki aftra okkur frá því að halda matarboðið sem við vorum búin að plana. Ég held að það hafi bara tekist nokkuð vel, vona það allavegana. Hafði sjálf gaman af því að útbúa nafnaspjöld, svipuð og Maggi mágur hefur innleytt í fjölskylduna okkar. Það kryddar pínulítið borðið og fólk hefur gaman af þessu.
Í gærkvöldi setti Salvador upp jólaseríu á svalirnar ;)