Loksins!! Ég er búin að bíða lengi eftir því að mér yrði boðið í fyrsta skiptið í hefðbundið spænskt/katalónskt brúðkaup. Sá sem ætlar að ganga í það heilaga er gamall vinur Salvadors ("læknirinn" fyrir ykkur sem munið eftir honum) en við héldum að hann mundi aldrei gifta sig, enda er hann rosalegur mömmustrákur, er í raun ennþá hálfgerður krakki þó hann sé 44 ára enda hefur mamma hans séð um allt fyrir "strákinn" sinn. Þetta verður klassíkst brúðkaup, en hér eru brúðkaupin flest öll eftir ákveðinni uppskrift (ekki eins og á Íslandi þar sem hver hefur sitt brúðkaup eftir sínu sniði). Það er lítill tími til stefnu, því þetta verður haldið 1 mars, ég verð því að fara panta tíma í hárgreiðslu við fyrsta tækifæri ;)
(verð að haga mér eins og spænsku konurnar, en þær fara allar í lagningu áður en farið er í brúðkaup)
Tuesday, February 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment