Þá er ég búin að fara í mitt fyrsta spænska/katalónska brúðkaup. Þetta var hefðbundið brúðkaup, eins og flest öll (ekki eins og á Íslandi þar sem hver hefur sitt brúðkaup eftir sínu höfði).
Þegar komið var á veitingastaðinn var pinnamatur, opinn bar þar sem maður gat pantað sér það sem maður vildi og svo þjónar á hverju strái að bjóða kampavín. Lifandi tónlist við sundlaugarbakkann osfrv. Þegar farið var inn var búið að raða til borðs og við 8 manna hringborð. Þá tók við forréttur, aðalréttur og eftirréttur með tilheyrandi vínum. Dálítið skondið, hvernig gert var mikið úr því þegar þjónarnir komu inn með matinn, eða vínið því þá fór svaka tónlist af stað til að beina athyglinni að þeim. Fyrst fóru tveir þjónar að borði brúðhjónanna og hinir röðuðu sér upp í línu á meðan, þegar hjónin voru búin að fá sitt máttu hinir þjónarnir byrja að vinna. Allt samkæmt kúnstarinnar reglum.
Svo kom brúðkaupsterta og í lokin var súkkulaði fondú, eða einhversskonar súkkulaði gosbrunnur þar sem maður gat dýft ávöxtum i í brunninn.
Það voru engar ræður, leikir, myndasýningar eða fjöldasöngur. En það er ekki hefð fyrir þessu hér, en það finnst mér einmitt gera brúðkaupin skemmtileg . Það eina sem var gert var að brúðhjónin úthluta lítilli styttu til einhvers pars í salnum sem þeim finnst að eigi að gifta sig næst.
Jú og svo dönsuðu þau fyrsta dansinn.
Svona veislur eru ansi dýrar, en málið er að maður er í raun búinn að borga fyrir þetta því í boðskortinu kemur fram reiknisnúmer hjónanna og það er"lágmark" að borga inn á reikninginn 10000ikr á mann (þannig að við Salvador borguðum 20 000) fyrir að koma í brúðkaupið....
Já þeir eru komnir ansi langt í að "viðskiptavæða" brúðkaupin.
Tuesday, March 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Áhugavert að lesa um þetta og mjög spes þetta með að borga með sér. En kannski samt ekkert svo óvitlaust ef fólk er með stór brúðkaup :)
Góða skemmtun með Maju,
kveðja, Lísa
Post a Comment