Eftir rúma viku koma þrjár "blá ókunnugar" stelpur í heimsókn til okkar. Dálítið skrítið, en spennandi. Einn strákur í vinnunni sagði, " en hvað ef þær eru þjófar og ræningjar"
Segir dálítið um ókosti þess að búa í stórborg, en þar ríkir ekki mikið traust til náungans. Reyndar er maður oft að heyra sögur sem ýta undir þetta vantraust, eins og sagan af því þegar það var bankað upp á hjá einum vinnufélaga mínum og á tröppunum stóð kona og grátbað hann um að lána sér 5000kr, hún sagðist vera nágranakona hans (og eithvað gat hún sagt sem ýtti undir þá kenningu og hann trúði henni) og að hún hefði læst lyklana sína og peningana inni í íbúðinni og þyrfti bráðnauðsnynlega á pening að halda til að borga lyklasmið til að brjóta upp hurðina. Hann lét hana fá peningana og sá hana svo aldrei aftur....
En allavegana þá er ég að fá Rebekku ljósmyndara og vinkonur hennar í heimsókn. Ég hef áður kynnt ykkur fyrir henni ( er með tengil á myndasíðuna hennar hér til hægri) enda er ég mikill aðdáandi hennar :) Ég er mjög spennt að kynnast henni í eigin persónu, en ég held að ég hafi fylgst með myndasíðunni hennar í 3 ár eða svo.
Wednesday, May 14, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
en spennandi heimsókn!
kv. Hrefna
Mér finnst það mjög gaman og huggulegt að við treystum því ennþá að ókunnugir sér traustsins verðir.
En gaman, vonandi eigið þið góða daga saman. Ég trúi nú ekki öðru en að hægt sé að treysta þessum Íslendingum....:)
Kv. Lísa
Er nokkud viss um thad, strákurinn í vinnunni sagdi thetta nú líka adeins upp á djókid :)
Post a Comment