Friday, May 9, 2008

Óskar Helgi

er svo samviskusamur og góður strákur að manni finnst stundum nóg um. Í gær var vinkona hans í heimsókn og þau voru eithvað að leika sér með rúllugardínurnar (vildu gera dimmt). Ég sagði honum að hætta þessu því það væri oft vesen með þessar gardínur og að þær gætu fest sig. Stelpan hélt áfram en Óskar sagði henni eins og skot að hætta þessu. Svo kom í ljós aðeins seinna að gardínan hafði fests og Salvador skammaði þau pínu lítið, sagði að það mætti ekki leika sér með þetta. Óskar var alveg miður sín, tók þetta svo nærri sér og kom stuttu seinna með pening úr sparibauknum sínum til að gefa pabba sínum....

1 comment:

Anonymous said...

Æ, enn sætt:)

Kv. Mæja