Wednesday, July 30, 2008

Ég er á leiðinni..........

Komum til landsins á föstudaginn um kaffileytið, ég, Óskar og Fjóla. Salvador kemur á laugardaginn með hópnum sínum sem hann er að fara ferðast með um landið.
Hlakka til að sjá ykkur
Blogghlé verður á meðan.

Thursday, July 24, 2008

AU PAIR

Okkur vantar au-pair fyrir næsta vetur. Ef einhver þekkir einhvern þá endilega hafið samband við mig.
Held að þetta gæti verið fínt fyrir einhvern sem vill læra spænsku því ég hafði hugsað mér að manneskjan mundi gæta Fjólu fyrir hádegi og hafa svo frí eftir hádegi. En vera svo til taks seinnipartinn og kannski einstaka kvöld.

LÁTIÐ ÞETTA BERAST !

Sunday, July 20, 2008

Sunday, July 6, 2008

Friday, July 4, 2008

Undirskriftarsöfnun

Vil hvetja ykkur til að skrifa undir þenna lista. Mér finnst algjör skömm hvernig farið var með þennan mann. Ég meina senda hann frá konu og nýfæddu barni úr landi með eins dags fyrirvara. Hvers konar vinnubrögð eru þetta ??


http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses
Ég hef örugglega frá helling að segja, en það hrjáir mig samt einhver bloggleti.
Á morgun fer Salvador til Íslands með Óskar með sér. Hann verður leiðsögumaður fyrir katalónska ferðaskrifstofu og þarf að fara með þeim út og til baka í flugvélinni. Þetta er algjör "lúxus" ferð eða þannig allt er innifalið (nema drykkir). Mér finnst það ótrúlegt samt hvað fólk er tilbúið að borga (og algjört OKUR) af ferðaskrifstofunni en þetta fólk er að borga 550 þúsund á mann, eða 1,1 miljón á hjón fyrir 10 daga ferð um landið. Það sorglega við þetta er að þau fá svo ekki einu sinni að sofa á bestu hótelunum á hverjum stað (þó þau hafi borgað fyrir það) því ferðaskrifstofan gat ekki fengið pláss og svo er þetta líka undarlega skipulagt því þau fá lax í matinn nánast á hverjum degi og stundum jafnvel í hádegismat og kvöldmat......... Jæja best að vera ekki neikvæð fyrirfram, kannski verður þetta frábær ferð og fólkið yfir sig hamingjusamt með alltsaman. Óskar verður á meðan í umsjá frænkna sinna en amma (mamma) kemur ekki fyrr en á þriðjudag. Já talandi um hana þá var ég ekki búin að segja ykkur frá honum pabba mínum, en hann er fluttur til Noregs og farinn að vinna í Osló. Já hann sem er nánast kominn á eftirlaun, enda voru norðmennirnir dálítið hissa á þessu, því flestir norðmenn á hans aldri eru að hætta að vinna. Mamma fór með honum út, en er sem sagt væntanleg aftur fljótlega.

Ég verð ein heima í 10 daga :(

Bless í bili,
khk