Ég hef örugglega frá helling að segja, en það hrjáir mig samt einhver bloggleti.
Á morgun fer Salvador til Íslands með Óskar með sér. Hann verður leiðsögumaður fyrir katalónska ferðaskrifstofu og þarf að fara með þeim út og til baka í flugvélinni. Þetta er algjör "lúxus" ferð eða þannig allt er innifalið (nema drykkir). Mér finnst það ótrúlegt samt hvað fólk er tilbúið að borga (og algjört OKUR) af ferðaskrifstofunni en þetta fólk er að borga 550 þúsund á mann, eða 1,1 miljón á hjón fyrir 10 daga ferð um landið. Það sorglega við þetta er að þau fá svo ekki einu sinni að sofa á bestu hótelunum á hverjum stað (þó þau hafi borgað fyrir það) því ferðaskrifstofan gat ekki fengið pláss og svo er þetta líka undarlega skipulagt því þau fá lax í matinn nánast á hverjum degi og stundum jafnvel í hádegismat og kvöldmat......... Jæja best að vera ekki neikvæð fyrirfram, kannski verður þetta frábær ferð og fólkið yfir sig hamingjusamt með alltsaman. Óskar verður á meðan í umsjá frænkna sinna en amma (mamma) kemur ekki fyrr en á þriðjudag. Já talandi um hana þá var ég ekki búin að segja ykkur frá honum pabba mínum, en hann er fluttur til Noregs og farinn að vinna í Osló. Já hann sem er nánast kominn á eftirlaun, enda voru norðmennirnir dálítið hissa á þessu, því flestir norðmenn á hans aldri eru að hætta að vinna. Mamma fór með honum út, en er sem sagt væntanleg aftur fljótlega.
Ég verð ein heima í 10 daga :(
Bless í bili,
khk
Friday, July 4, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Ég vona að þú njótir þess að vera ein heima Kristín, verður ekki Fjóla heima hjá þér?
Við stelpurnar erum að fara í útilegu á morgun og gistum eina nótt (ég, Harpa, Mæja, Eydís og Gunna). Helga og Gísli eru að koma suður og gista hér um helgina, eru að fara í brúðkaup á morgun. Sigga og Ingó eru því "ein" um helgina fyrir norðan. Mamma og Hilma koma síðan til mín á sunnudaginn og við förum norður saman í næstu viku einhvern tímann.
Jæja bara smá fréttir, ég hef verið að hugsa til þín undanfarið.
Kveðjur og góða helgi,
Lísa
Þessi meðferð á manninum er til háborinnar skammar, mér líður eins og ég búi í fasistaríki!
Njóttu þess nú að gera allt sem þú gerir ekki í daglegu amstri. Verður örugglega þægilegt að vera smá tíma ein og sjálf:)
Góða helgi, Mæja
Hæ Lísa og Maja, takk fyrir kommentin. Gaman að fá smá fréttir og góða skemmtun í útilegunni!!
Fjóla verður hjá mér þannig að ég verð ekki alveg ein og svo gisti ég hjá tengdó, þannig að ég var nú eiginlega að ýkja dálítið þegar ég sagðist vera ein heima. Gisti hjá henni af praktískum ástæðum.bless í bili,khk og við sjáumst brádlega!
Post a Comment