Wednesday, October 29, 2008

blogg

Sæl öll.
Langt síðan síðast og margt gerst síðan þá.
Af okkur er bara allt ágætt að frétta. Það helsta er að við erum búin að fá til okkar íslenska stelpu til að aðstoða mig með krakkana og heimilið. Salvador er svo svakalega upptekinn þetta árið, kemur ekki heim fyrr en að verða tíu á kvöldin og þannig að hingað til hef ég verið ein að stússa með krakkana, elda matinn, baða, þrífa osfrv. Auðvitað er allt hægt, og ég viðurkenni alveg að þetta er lúxus, en af því að við höfum tækifæri ákváðum við að prófa þetta. Okkur líst mjög vel á stelpuna og vonandi líst henni líka vel á okkur.

Annars verð ég að segja eins og er að ég er harmi sleginn yfir því sem er að gerast á Íslandi og reyni ég eftir bestu getu að fylgjast vel með. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla að reyna að lesa sig til og setja sig inn í málin. Hingað til hefur fólki kannski verið einum of mikið "sama" um allt og lagt full mikið traust á ráðamenn, án þess að spá mikið í hvað væri um að vera. Núna held ég að allir ættu að reyna að tala saman, hittast á fundum og ræða hlutina. Svo finnst mér líka dálítið vandamál hvað margir virðast vera bundnir við skoðanir "flokksins" og ef þú hefur einhverntíman kosið ákveðin flokk verður þú alltaf að halda því áfram. Fólk verður að reyna að hætta því og skoða hlutina frá öllum hliðum til að reyna mynda sér skoðun á því hvað sé best.

Veit ekki alveg hversu dugleg ég verð að blogga, sjáum til hvort ég komist í gírinn.

Kær kveðja,
Kristín Hildur

3 comments:

Anonymous said...

Gott að þú ert byrjuð að blogga aftur!
Kannski íslenskt samfélag verður "norskara" en þar tekur almenningur, unglingar og ungt fólk miklu virkari þátt í þjóðmálum, t.d. í gegnum náttúruverndarsamtök eða lítla pólitíska hópa. Hér er það rétt að byrja að fólk þori að mótmæla úti á götu og vonandi verður það algengara.

Anonymous said...

Gaman að þú sért farin að blogga aftur og gott að heyra með stelpuna.
Já þetta er nú meira ástandið hérna, en ég held að fólk sé virkilega að reyna að spara. Lopi selst eins og aldrei fyrr og slátur einnig. Eina fólkið sem er í Kringlunni eru útlendingar og notkun á strætó hefur aukist um 25% síðan þetta skall allt á. Bara gott mál að ungt fólk upplifi þetta eins og Sólveig segir, þeir hljóta pottþétt að verða meðvitaðri um þjóðmálin.
Kv. Lísa

Kristín Hildur said...

Já það eru greinilega breyttir tímar...