Thursday, October 30, 2008
Slæm nótt
Dálítið súrrealísk nótt hjá okkur í nótt. Salvador á að skila verkefni á hádegi í dag og sat við tölvuna í alla nótt. Var þar enn þegar ég fór á fætur rétt fyrir sjö. Ég vaknaði fyrst um kl 2 við það að Salvador kom með Óskar upp í rúm til mín, því hann var búin að æla út um allt rúmmið sitt. Svo vaknaði hann ca 4-5 sinnum eftir það til að æla. Ég var tilbúin með vaskafatið og rétti honum, einu sinni var ég að flýta mér svo að koma því til hans að ég sullaði gamalli ælu úr vaskafatinu yfir sjálfan mig og sængina í leiðinni. Reyndi samt að halda áfram að sofa, snéri sænginni bara við. Annars lagið heyrðist svo kvörtunarhljóð í Fjólu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
einkennilegt að mér fannst þetta frekar fyndin lýsing hjá þér! ...
vonandi batnar Óskari fljott... og að hann hafi ekki smitað ykkur hin.
Já það er alltaf gott að geta brosað að hlutunum :)
Post a Comment