Thursday, November 22, 2007

Matarboð

Halló kæru vinir,
Langaði bara til að segja ykkur að við ætlum að halda stórt matarboð 1. des nk. Alltaf gaman að því. Eigum íslenskt lambakjöt í frysti sem við getum boðið uppá og svo þarf bara að finna einhvern góðan forrétt og eftirrétt. Reikna með að við verðum 12 fullorðnir og 4 börn (með okkur). Heiðurs gesturinn er Carlos, vinur okkar frá Mexico. Þess vegna notum við tækifærið og bjóðum öðru pari sem við þekkjum sem er líka frá Mexico og svo þekkir Salvador íslenska stelpu (frá Húsavík) sem á Mexikanskan mann. Þannig að þá má segja að þetta verði matarboð með íslenskum og mexikönskum blæ.
Annars eru engin sérstök helgarplön þessa helgi, kannski bara reyna þrífa dálítið og ef til vill kaupa eina eða tvær jólagjafir.
Góða Helgi!!

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju nýja bloggið elsku frænka og takk fyrir kveðjurnar þínar á síðunni minni.

kv,

JGB

Kristín Hildur said...

En hvað það var gaman að sjá þig kommenta kæri Jón !! Gangi þér sem best í endurhæfingunni.