Um helgina fengum við staðfest að Salvador er kominn með sykursýki :(
Hann er búinn að vera óvenju þyrstur undanfarna mánuði og svo hefur hann lést um 5 kg á stuttum tíma, þannig að það var greinilega eithvað í gangi. Þegar hann fór að tala um þetta við bróðir sinn sagði hann strax að þetta væru byrjunareinkenni sykursýki, sem svo reyndist rétt vera. Hann er ekki búin að fara í alminnilega rannsókn og því vitum við ekki alveg á hvaða stigi hann er með þetta, en það kemur í ljós á föstudaginn næsta. Dálítið leiðinlegt, en það er samt lán í óláni að hann er nú ekki mikill sykurfíkill, þannig að þetta er ekki gríðarleg fórn fyrir hann (eins og þetta yrði fyrir mig), en samt fannst honum nú gott að fá sér kók og eithvað sætt í eftirrétt.
Sunday, November 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ Kristín
Leiðinlegt að heyra þetta. Er eitthvað vitað um afhverju? Hann virðist ekki í áhættuhópi fyrir áunna sykursýki...
Varðandi sms í gærkvöldi... við verðum eiginlega bara að hringjast á:) Mér fannst þetta samt hrillilega fyndið! Sorrý ef ég var að stríða þér of mikið!
Bid ad heilsa Salvador hédan frá Helsinki!
Æ en leiðinlegt að heyra! Í staðinn fyrir sæta eftirrétti þá ferð þú bara að gera holla eftirrétti. Ég veit þú hefur bara gaman af því.
Bið að heilsa öllum
Kv. Harpa Kriss
ja, leidinlegt ad heyra thetta. og ja, furdulegt ad hann skyldi fa sykursyki. eg spyr eins og Solveig er eithvad vitad afhverju? ma hann borda
avexti eda verdur hann ad passa thann sykur lika vel? bid ad heilsa honum og vona ad thetta verdi ekkert svo mikid mal, Hallgeir vinur minn er med sykursyki og eg tok ekki eftir thvi ad thetta hadi honum mikid thegar eg bjo med honum i Thrandheimi.
En leiðinlegt að Salvador er kominn með sykursýki :( Hér er slóð á síðu sem Sigrún bekkjarsystir mín úr Mynd & Hand er með, þú finnur áreiðanlega eitthvað hollt og sykurlaust gúmmelaði þar! :) http://cafesigrun.com/
Post a Comment