Halló,
Veit að ég er búin að vera mjög löt við að skrifa undanfarið. Samt hefurverið nóg um að vera sem ég get sagt ykkur frá.
Ég er ný komin úr 5 daga fríi, frá fimmtudegi til mánudags. Notaði tímann í ýmislegt. Á fimmtudag var verslað grimmt, til að geta komið jólakassanum með pökkum handa öllum í póst. Á föstudag var þrifið og lagað til og jólauppsetningin sett upp (eins og í fyrra, með mosa, vitringum, fjárhúsum og jesúbarni) og jólasería á svalirnar. Óskar og Salvador vildu líka skreyta jólatréið, en ég sagði NEI. Óþarfi að gera allt strax, verður nú að fá að geyma eithvað, þó svo að við bíðum kannski ekki alveg til 23 des eins og í gamla daga. En mér finnst leiðinlegt að vera búin að gera allt í byrjun des, þá hverfur þessi jólahátíðarstemning, sem er svo falleg.
Á laugardag fylltist svo húsið af gestum, vorum með piparkökubakstur fyrir krakkana, foreldrarnir komu líka með auk fleirri gesta en við vorum búin að reikna með, þannig að það sást ekki lengur að húsið hafði verið þrifið...sem skiptir náttúrulega engu máli ;)
Á sunnudag var svo farið á jólaball til Barselóna, þar sem sveinki mætti á svæðið með pakka handa krökkunum og nammi. Gengið í kringum jólatréð, sungið, drukkið glögg og borðaðar piparkökur og fl. Mjög skemmtilegt að íslendingafélagið sjái um þetta.
Svo er maður bara kominn aftur í vinnuna og hér er óvenju mikið að gera, sem er náttúrulega bara gaman J
Bless í bili,
khk
3 comments:
loksins blogg.. ég var farin að halda að þú værir aftur búin að færa þig!
Gaman gaman að jólapakkinn sé kominn á skrið! Ég sendi þinn í gær og bíð spent eftir að þið fáið hann! ... það er víst hægt að fylgjast með sendingunni á netinu í gegnum eitthvað númer, þá veit maður alltaf hvar hann er. Skondið samt hvað er dýrt að senda svona... en ég vona að þið verðið ánægð:)
Gaman að lesa um löngu helgina ykkar, greinilega nóg um að vera. Njóttu aðventunnar að daganna fram að jólum. Kær kveðja,
Lísa
Gaman að heyra í þér fór og keypti Epla seeder og var það ennþá betra en ég átti von á Kveðja Mamma
Post a Comment