Sunday, December 2, 2007

Helgi

Hæ, hæ
Þá er þessi helgi afstaðin og stutt vika framundan (frídagur á fimmtudag og svo taka margir sér frí á föstudag líka og þar á meðal ég :)
Annars var síðastliðin vika ansi strembin. Salvador var í allskyns rannsóknum og svo kennsluprógrami fyrir sykursjúka og núna til að byrja með verður hann að fylgja mjög ströngu mataræði, frekar erftitt. Svo hefur hann líka verið með einhverjar sjóntruflanir, vona bara að það sé ekki varanlegt. Smám saman fer hann svo að vita hvað hann má og hvað hann má ekki leyfa sér.
Fjóla litla er svo búin að vera veik, með hósta og hor og dálítinn hita. En við létum þetta nú ekki aftra okkur frá því að halda matarboðið sem við vorum búin að plana. Ég held að það hafi bara tekist nokkuð vel, vona það allavegana. Hafði sjálf gaman af því að útbúa nafnaspjöld, svipuð og Maggi mágur hefur innleytt í fjölskylduna okkar. Það kryddar pínulítið borðið og fólk hefur gaman af þessu.

Í gærkvöldi setti Salvador upp jólaseríu á svalirnar ;)

3 comments:

Anonymous said...

hæ Stína stuð!
vildi bara kasta á þig kveðju... gekk vel að tala við níska leygjandann og tókst meira að segja að koma inn hjá honum miklu samviskubiti (sem var alveg óvart... og engan veginn ætlun mín) en hann vissi uppá sig sökina og ætlar að græja þetta:)

Anonymous said...

Hæ hæ.

Leiðinlegt að heyra af þessari sykursýki. Ég bið kærlega að heilsa Salvador.
Af mér eru ekki heldur neitt skemmtilegar fréttir en ég er að kljást við einhverja bölvaða ógleði alla daga. Það er verið að tækla það núna.

Jæja, hafiði það nú sem allra best.

Kveðja,

Jón Gunnar.

kvoldmatur said...

Skila kveðjunum til Salvadors frá þér. Vona að þér fari fljótlega að líða betur.
Kær kveðja,
Kristín