Sunday, December 16, 2007

Jólasveinninn ég !

Það var ófremdarástand á okkur um helgina. Gubbupest reið yfir fjölskylduna, hver á fætur öðrum þurfti að standa yfir klósettskálinni. Ekki nóg með það heldur fékk ég hrikalega illt í bakið og gat mig varla hreyft á laugardaginn (leið sem betur fer hjá á u.þ.b. einum degi). Það eina góða var að hún Fjóla litla var alveg einstaklega þæg og góð og skemmtileg þessa helgi. Svo var líka bót í máli að þetta var stutt pest, einn dagur og búið.

Það fór því lítið fyrir jólaundirbúningi þessa helgina... Í gærkvöldi vorum við Óskar þó orðin nokkuð hress og þá lét ég undan þessum gífurlega þrístingi og við fórum að skreyta jólatréð. Mjög fallegt hjá okkur ;)

Í vinnunni á föstudag skreyttum við labbið hjá okkur. Settum upp jólatré og nokkra músastiga. Ég var búin að nefna að við ættum að skiptast á pökkum, hver að koma með einn (eins og maður gerði í gamla daga í skólanum) en fékk mjög dræmar undirtektir. Ég dó ekki ráðalaus og kom núna í morgun með pakka handa öllum (og mér líka :) Þar sem ég mæti fyrst á morgnanna gat ég komið þeim fyrir í ró og næði án þess að neinn sæi til. Ég ætla svo bara að setja upp undrunarsvip og segja að pakkarnir hafi verið undir trénu þegar ég mætti í morgun og að það sé einn á mann (þess vegna var nauðsynlegt að koma með handa mér líka)
Verður spennandi að sjá hversu lengi ég get leikið þann saklausa, hingað til hef ég nefnilega átt mjög erftitt með að þegja yfir leyndarmálum.

Læt ykkur vita hvernig þetta fer!
khk

7 comments:

Anonymous said...

En skemmtilegt!! ... Þú ert aldeilis rausnaleg:) Við gerum þetta hérna í vinnunni líka.. og já, næstum á öllum vinnustöðum sem ég þekki til. Þau hljóta að taka upp þennan sið líka fyrst þú braust ísinn:)

Kristín Hildur said...

Ég eyddi nú ekki miklu í thetta, meira upp á djókid

Anonymous said...

Ja, ekkert sma skemmtilegt frumkvædi hja ther, Stina Sveinki ;o)
gott lika ad heyra ad thetta var stutt pest!

Anonymous said...

Allveg magnað framtak hjá þér vinkona...
Kv. Harpa

Anonymous said...

Það er svo gaman hvað þú ert jákvæð, færslunrar eru ekkert að velta sér uppúr leiðindum, veikindum og erfiðleikum sem þeim fylgir. Það er greinilegt að þú hefur góða forgángsröðun þegar kemur að því að velta hlutum fyrir sér. Mun uppbyggilegra að koma vinnufélögunum á óvart með pökkum og jólastemmingu.

Bið að heilsa fjölskyldunni

Anonymous said...

æ hvað þú ert sæt! Sammála öllu sem Þura systir þín sagði.
ég sendi pakkann til þín á fimmtudag, kemur vonandi á réttum tíma.
kv. Hrefna

Anonymous said...

Takk fyrir falleg komment!