En hvað það þetta er skrýtið eithvað, að vera komin aftur i vinnuna eftir að hafa "skroppið" til Íslands í páskafrí. Fyrsta skiptið sem ég kem í svona stutt frí til landsins. En þetta var samt alveg frábært, virkilega notarlegt að vera með fjölskyldunni í þessa daga, Takk fyrir okkur!!
Ég verð að viðurkenna að áður en við fórum kveið ég dálítið fyrir því að fara ein með krakkana, sérstaklega af því að Fjóla litla getur stundum verið ansi kröfuhörð og mikill orkubolti. En þetta gekk bara ágætlega því ég fékk svo góða hjálp ;)
Var ekkert að stressa mig á að hitta sem flesta, enda er það hálf tilgangslaust að vera reyna að hitta fólk ef maður hefur varla tíma til að spjalla við það. Hættum við að fara norður, sem var skynsamleg ákvörðun því við höfðum alveg nóg að gera fyrir sunnan, með skipulagða dagskrá nánast upp á hvern einasta dag.
Óskar Helgi var líka rosalega ánægður með ferðina, mér finnst svo mikilvægt að hann haldi góðum tengslum við íslensku fjölskylduna sína, vil ekki að hann verði bara algjör katalóni...
Við tókum fullt af myndum, vel út nokkrar góðar við fyrsta tækifæri.
Takk aftur fyrir góðar móttökur allir saman!!
þangað til næst,
khk
p.s. er búin að auðvelda "comments" kerfið, nú á ekki að þurfa að pikka inn neinn kóða
Tuesday, March 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ER bara ad prófa ad kommenta sjálf til ad sjá hvort thad virkar...
Takk fyrir síðast Kristín, það var gaman að þú gafst þér tíma að hitta mig. Kærar kveðjur til mömmu þinnar og Sólveigar með þökk fyrir mig á Páskadag.
Kveðja, Lísa
Post a Comment