Jibbí, við erum flutt aftur heim!!
Rosalega góð tilfinning að vera komin aftur í húsið. Atriði eins og í morgun, að labba út í garð til að opna hliðið og heyra fuglasöng og finna lykt af gróðri er eithvað sem ég saknaði.
Var enga stund í vinnuna í morgun, enda eru allir í fríi. Hér er það nefnilega þannig að alltaf ef það sé frídagur á fimmtudegi, þá taka sér allir líka frí á föstudegi til að búa til 4 daga frí. Þeir kalla þetta "brú". Allir skólar og leikskólar eru einnig lokaðir. Alveg sama saga ef frídagur kemur upp á þriðjudegi. Ég er búin að taka svo mikið frí það sem af er árinu og svo ætla ég mér að taka minnst 3 daga þegar systurnar koma þannig að ég ákvað að vinna í dag. Reyndar er mjög fínt að vinna á svona dögum, engin umferð og rólegheit í vinnunni ;)
Bless í bili,
khk
Thursday, May 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
líst vel á að þú takir þér frí þegar við komum... púlaðu bara þangað til:)
Thad eru ekki bara systur ad koma..
Til hamingju með að vera flutt heim aftur, alltaf góð tilfinning að koma heim ;-)
Bið að heilsa liðinu þínu!
Frábært! Vonandi gengur ykkur vel í leitinni að reikskynjara:)
Kv. Mæja
Frábært! Vonandi gengur ykkur vel í leitinni að reikskynjara:)
Kv. Mæja
Post a Comment