Já það var mikið fjör hjá krökkunum í ferðalaginu og þau komu dauðuppgefin aftur heim, svo þreytt að Óskar sofnaði í bílnum kl 6.... Við gátum nánast ekkert spurt hann því hann var svo þreyttur... En svo vaknaði hann aftur um niu leytið og gat sagt okkur frá ferðinni. Hann var á heildina litið mjög ánægður, enda var þetta mjög skemmtilegt held ég. Farið í allskyns leiki og stöðugt skemmtiprógram. Það eina sem var kannski dálítið leiðinlegt var að hann fann sennilega meira fyrir því að vera með mjólkurofnæmi. En hinir krakkarnir fengu t.d. ís í eftirrétt og hann banana og fleira í þeim dúr.
Já ég er farin að hlakka rosalega mikið til að komast aftur í húsið okkar, sakna þess að hafa öll fötin mín aðgengileg, eldhúsdót, vera í garðinum og bara að geta verið heima hjá mér. Gæti samt orðið meiri töf því bílinn er enn ekki kominn í lag og til að búa þar verðum við að hafa bílinn. Sjáum til.
Áður en við flytjum inn setjum við reikskynjara í hvert herbergi. En það ætlar ekki að verða auðvelt mál að finna þá. Er búin að fara á tvo staði til að kaupa, en enginn kannast við að vera með reykskynjara...Já eins og ég var búin að segja er ENGINN með reykskynjara hér, undarlegt nokk. Ef leitinn verður árangurslaus verð ég að biðja ykkur systur um að kaupa fyrir okkur á Íslandi og koma með þegar þið komið í lok mai.
Tuesday, April 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
eg get lika keypt nuna og sent, lattu mig bara vita ef leitinn heldur afram ad ganga illa!
Skrítið þetta með reykskynjarana. Til alls staðar hér í öllum útgáfum....
Vonandi komist þið í húsið ykkar sem fyrst.
Rólegheit hér, 1. maí og frídagur. Ég fór út að hlaupa í góða veðrinu, nú er það átakið góða!
Kv. Lísa
Flott hjá þér Lísa að fara út að hlaupa ! Ég verð að láta það bíða aðeins því það er svo brjálað að gera.
Post a Comment