Datt í hug að búa til lista yfir það sem er gott á Íslandi (svona til tilbreytingar þessa dagana...)
- Vatnið
- Íslenska nammið, hvergi betra.
- Malt og appelsín (appelsínugos hvergi eins gott og það íslenska, sem ég hef smakkað).
- Lambakjötið
- Fiskurinn (ég tala nú ekki um ef hann er ný veiddur, t.d. af bryggjunni á Hjalteyri)
- Bláberin
- Mauraleysið og fátækleg skordýraflóra
- Grasið
- Fámennið
- Duglegt fólk
- Sundlaugarnar
- Fjölbreytt menningarlíf
- Frumleiki í hugsun hjá mörgum
- Hnallþórurnar (hvergi fengið betri kökur en á Íslandi)
- Sumarbjartar nætur
- Kósi kvöld í skammdeginu, þegar fjölskyldur hittast og gera smákökur eða laufabrauð
- Hugtakið "þetta reddast" (þó stundum geti það verið ofnotað)
Örugglega margt margt fleira....
Dettur ykkur eithvað í hug ?
9 comments:
Ja svo er lika.
Skipulagsleysi.
Spilling, Spilling , spilling
Famenni.( skapar spillingu og kemur i veg fyrir ad haeft folk radist til starfa) ( thad er fatt haeft folk til a islandi)
Verdbolga.
Allt er dyrt.
Thad er alltaf vont vedur.
Gradugt og vitlaust folk sem veit ekkert hvad thad er gradugt og vitlaust.
STJORNMALAMENNIRNIR.
David Oddsson, sem vissi betur en allir ad kronan er gott hagstjornartaeki.
Folkid sem kaus sjalfstaedisflokkinn.
Folkid sem mun aftur kjosa sjalfstaedisflokkinn.
Alltaf myrkur.
Almenn fyrirhyggjuleysi og thetta reddast, hugsunarhatturinn.
Flottraefilshugsunarhattur.
Hjardedli.
Almennur rembingur
Islendingar hafa hagad ser eins og fifl,
En vatnid ,, thad samthykki eg ad se serstaklega gott, Hvergi smakkad betra,, En thad er nu bara thad eina sem eg man eftir i augnablikinu, En hvernig var med thad , var sjalfstaedisflokkurinn buinn ad einkavaeda thad ? Hvernig for thetta nu eiginlega?
Jú jú, ýmislegt þarna sem ég get verið sammála, flottræfilshátturinn er dálítið sterkur, þessi rembingur að þurfa vera bestur og flottastur. Ég man að ég fann sterkt fyrir þessari svakalegu samkepninni þegar ég kom í heimsóknir til landsins. Mikið spáð í hversu mikið hver og einn var með í laun, hversu flotta íbúð eða bíl þessi eða hinn var að kaupa sér, í hversu flottum fötum þú gekkst, og ég tala nú ekki um hversu sætur maður átti að vera.
Fólk þarf að vera aðeins afslappaðara, hvorki í Noregi eða hér á Spáni er fólk eins mikið að spá í útlitið eins og á Íslandi, fólk klæðir sig frekar í þægileg föt en að pína síg á háa hæla eða þröng pils. Eins er fólk ekki að mála sig eins mikið og setja á sig gerfineglur.
- lítill raki!!
Thats about it...
Kv. Mæja
Já Maja, það er alveg satt og góður punktur. Hér er t.d. alltaf svo mikill raki sem gerir það að verkum að manni finnst miklu kaldara en það er skv. hitamælinum. Í morgun fór ég t.d. í bol, peysu, þykka ísl. lopapeysu utan yfir og svo lokst vetrarkápu yfir allt.... samt var örugglega 5 stiga hiti....(held stundum að hitamælarnir séu eithvað öðruvísi hér)
Fleira jakvætt:
Natturan yfir høfud, Myvatn, jardbødin, Landmannalaugar... halendid... og fleiri yndislegir stadir ;o)
Meiri matur:
Skyr, rubraud med silungi, flatbraud med hangikjøti, kleinur, i raun bakariin i heild, her i Noregi er ekki mikid um god bakari.
Hreint loft og einhvernveginn mikil orka i loftinu...
Thjonustu lund og litid um "Bureaucracy" oftast ekkert mal ef madur kemur t.d 15:05 a skrifstofu sem eiginlega er lokud...
Frelsid sem krakkar hafa... geta hlaupid til nagrannans...
og svona gæti madur lengi haldid afram... ;o)
... góður listi hjá þér Kristín. er sammála þórhildi með náttúruna og hálendið.
Tjaldferðir og kyrrðin.
laufabrauðsgerð og hefðin fyrir því að baka.
Fjallgöngur og gott útsýni.
Stutt í allt... t.d. í fjallið fyrir Akureyringa...
Verð samt líka að vera sammála mörgu sem nafnlausi mágur minn nefndi að ofan..
flestir íslendingar kunna ekki að reikna og þess vegna ekki að fara með fjármál... reiknum aldrei neitt langt fram í tímann...
Já einmitt, listinn er miklu lengri en ég gerði. Ótal margt sem ég gleymdi. Enda var ég svo sem ekki lengi að rumpa upp þessum lista.
Fjarlaegdin gerir fjollin bla,, en grasid er raunar alltaf betra hinumegin vid ana.
Ertu buin ad sja nyju heimasiduna hja eyjunni:
http://betraisland.eyjan.is/
Thorhildur
Post a Comment