Um helgina bjuggum við til trölladeig. Hef satt að segja aldrei gert það áður. Mjög mjúkt og gott deig að vinna með. Óskar bjó til mjög fallegt jólatré.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er uppskriftin þessi: 300 gr hveit, 300 gr salt, ein msk. matarolía. Þessu blandað saman í skál og svo bætt við vatni eftir þörfum. Hnoðað upp með höndunum. Bakað við 180 gráður í uþ.þbþ 1 og 1/2 klukkutíma
Lauk við að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ, alveg frábær bók! Mér finnst þetta nánast vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga.
Sunday, November 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
kannski madur profi til gamans ad gera sma figurur ur trølladeigi ;o)
er ekki annars komin timi a nyja færslu ;o)
Post a Comment