Ég er komin aftur í vinnuna eftir viku frí, reyndar byrja ég hægt og rólega sem er náttúrulega frábært, ennþá dálítið eftir af frídögum.
Við fjölskyldan höfðum það bara mjög gott um jólin. Við tókum upp einn sið frá Höllu Tinnu, en það er að borða grjónagraut í hádeginu með möndlu (mín fjölskylda var vön að hafa möndlugrautinn í eftirétt um kvöldið, en mér finnst þetta eiginlega betra). Á aðfangadagskvöld kom tengdamamma og amma og við borðuðum saman íslenskt lambalæri. Það tókst reyndar ekki að hlusta á messuna frá Íslandi, sennilega of mikið álag á síðuna, þannig að við urðum að láta okkur nægja að hlusta á Mahalia Jackson. Höllu Tinnu fannst skemmtilegt að við værum líka vön að hlusta á hana á jólunum, en á hennar heimili var hún nefnilega líka fastur punktur á aðfangadag. Fjóla naut sín best við pakkaopnunia og var hún komin á svo mikla ferð að ég átti í erfiðleikum með að fylgjast með frá hverjum hvaða pakki væri. En mér finnst náttúrulega mikilvægt að krakkarnir læri að kunna meta gjafirnar og þakki fyrir sig.
Á jóladag var jólaveisla hjá Jósep (bróðir Salvadors) og Montse, svakalegt át á manni þann daginn. Svo kom líka Caga Tio, en það er trjádrumburinn frægi, sem krakkarnir eru búnir að mata og á jóladag lemja þau í hann með spítu og fara með ákv. þulu og þá kúkar hann (nammi eða gjöfum). Mjög skemmtilegt, nema hvað að Óskar vildi halda áfram endalaust, jafnvel þó að hann væri löngu hættur að kúka.
Annar í jólum var haldin hátiðlegur með tengdamömmu og ömmu, borðaðir caneloni og fl. en það er hefð hér, flestir borða caneloni 26. des (hakkað kjöt innvafið í pastarúllur) með hvtítri sósu og og osti yfir. Mjög gott (pabba finnst þetta reyndar ekki gott, en það er nú svo sem ekkert að marka hann;)
27. des vorum við með kaffi fyrir vinafólk okkar með börnin sín, þá spjöllum við konurnar saman á íslensku, en karlarnir tala á spænsku, þetta verður alltaf mjög kynskpt hjá okkur, veit samt ekki af hverju....
Í gær fórum við í smá bíltúr upp á fjall, fundum snjó og fórum að renna okkur á sleða. Mjög gaman, nema Fjólu fannst alls ekki gaman. Hún kunni mjög illa við kuldann og snjóinn og grét mest allan tímann, þannig að ferðin var heldur styttri en við hefðum viljað.
Nú er ég svo komin aftur í vinnunna, það er sem betur fer ekki mikið að gera, þannig að ég get bloggað, lesið blogg og kannski tjattað á skype (það er að segja ef einhver nennir að logga sig inn til að tala við mig).
En ég var ekki búin að tilkynna opinberlega að mér hefur hlotnast styrkur frá katalónska ríkinu til að hefja doktorsnám. Fékk að vita þetta rétt fyrir jól og fór strax og tilkynnti uppsögn í vinnunni!!
Eins og ég hef oft sagt hef ég nú ekki verið sérstaklega ánægð hér í vinnunni, enda er starfið frekar leiðigjarnt, launin lág og yfirmanneskjan leiðinleg.
Þannig að ég er rosalega ánægð með þetta, frábært að geta farið að gera eithvað nýtt og spennandi og svo verð ég líka mun nær Sabadell, því háskólinn er mjög náglægt okkur. Segi nánar frá verkefninu síðar, því þetta er farið að verða ansi langt hjá mér.
Sunday, December 28, 2008
Tuesday, December 23, 2008
Wednesday, December 10, 2008
Gott kvót
" Það er offramboð á skoðunum og skortur á upplýsingum. Finnið ykkur efni til þess að rannsaka! Byrja núna! "
Jón Þórisson skrifaði þetta á eyjuna, alveg sammála honum....
Jón Þórisson skrifaði þetta á eyjuna, alveg sammála honum....
Tuesday, December 9, 2008
Óskar Helgi
Það er dálítið sniðugt eitt sem er gert í skólanum hjá Óskari. Einu sinni í viku er valinn einn úr bekknum til að vera í sviðsljósinu, hann er t.d alltaf nr1 í biðröðinni og er kennaranum innan handar með hitt og þetta. En það sem er það skemmtilegasta er að í lok vikunar áður en valinn er nýr þá setjast nemendurnir í hring og allir eiga að segja eithvað fallegt um viðkomandi nemanda. Svo mega nemarnir líka gera eithvað skemmtilegt fyrir þennan sem er í sviðsljósinu eða gefa honum eithvað. Í gær sat Óskar Helgi lengi vel og einbeittur við að skrifa bréf um jólasveininn, en þetta bréf ætlaði hann að gefa Lucíu sem er í sviðsljósinu þessa vikuna. Bréfið, sem var ansi langt, fjallaði um jólasvein sem hann hafði séð í bíómynd um síðustu helgi, rosalega sætt hjá honum :)
hugmynd
Fékk allt í einu hugmynd að búð. Hvernig væri að opna búð með bara handprjónuðum/hekluðum fötum með allskyns flottum munstrum og myndum. Handprjónaðar peysur eru nánast alltaf íslenskar ullarpeysur, en þær mættu alveg vera íslenskar ullarpeysur en bara með "nýrri" hönnun. T.d. mynd af hesti, fossi, blómi eða bara eithvað öðruvísi en klassíska munstrið.
Tek það samt fram að klassíska munstrið er alltaf klassískt og flott, en það eru náttúrulega fullt af búðum með svoleiðis peysur.
khk
Tek það samt fram að klassíska munstrið er alltaf klassískt og flott, en það eru náttúrulega fullt af búðum með svoleiðis peysur.
khk
Monday, December 8, 2008
Thursday, December 4, 2008
Hitt og þetta
Þegar það er svo rosalega margt fréttnæmt í fréttum finnst mér eithvað svo "ómerkilegt" að blogga um það sem við fjölskyldan erum að gera. Reyndar lifi ég mig líka mjög mikið inn í ástandið á Íslandi og nota hvert tækifæri til að lesa fréttir og blogg þaðan. Hér er er listi yfir nokkra góða bloggara núna í kreppu ástandinu
Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur, Fjóla litla er reyndar með svakalegan hósta. Eigum tíma hjá lækni í dag til að athuga hvort þetta sé nokkuð bronkítis (en maður heyrir hljóð í henni á nóttunni frá lungunum). Er lítið eða ekkert byrjuð að undirbúa jólin, en það verður vonandi tekin skorpa í því um helgina (svo er frí á mánudaginn).
Óskar er á fullu að mata jóla-trédrumbinn (en maður á sko að mata hann og svo kúkar hann eftir því (dóti, nammi, pökkum). Þetta kemur kannski í staðinn fyrir að setja skóinn út í glugga.
En það verður náttúrulega að aðlagast venjunum hér, enda tala krakkarnir um þetta í skólanum.
Jæja, góða helgi !!
bless bless, Kristín Hildur
- http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/ ég rakst á þetta blogg fyrir tilviljun, þekki manninn ekki neitt né veit hver hann er, en hafði gaman af að lesa það. Sá svo í fréttunum að hann er stjórnarformaður CCP og kom um daginn í silfur Egils
- http://hjalli.com/ Rakst líka á þetta blogg fyrir tilviljun og þekki manninn ekki neitt, en sá síðan að hann kom líka í silfur Egils um daginn :)
- http://photo.blog.is/blog/photo/ Þessi bloggar nú reyndar ekki oft, en hann gerði mjög skemmtilegan lista yfir það sem þyrfti að gera á Íslandi núna til að bæta ástandið
- http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ Þessa síðu skoðaði ég af því hún er á listanum fyrir vinsæl blogg á mbl.is. Þekki hana ekki neitt, mikil baráttu kona þarna á ferð.
- http://toshiki.blog.is/blog/toshiki/ Þetta er japanskur prestur, prestur innflytjenda. Kíkti fyrst á bloggið hans af því að mér fannst áhugavert að japani skrifaði svona góða íslensku. Mjög áhugaverður karl!
- Allt sem Jón Steinsson skrifar finnst mér mjög áhugavert. Hann er samt því miður ekki með bloggsíðu, en skrifar sem betur fer oft í blöðin (fréttablaðið að undanförnu) og svo á vefsvæðið deiglan.com. Hef reyndar fylgst með skrifum hans í nokkur ár þar.
- Svo er ég líka mjög hrifin af Andra Snæ, sérstaklega núna þar sem ég var að lesa bókina hans. Einnig voru góð svörin hjá honum við spruningum sem settar voru fyrir nokkra útvalda á deiglan.com. Mjög fyndið þegar hann sagðist ætla að kaupa sér flatskjá í mótmælandaskyni við sektarkendina.
Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur, Fjóla litla er reyndar með svakalegan hósta. Eigum tíma hjá lækni í dag til að athuga hvort þetta sé nokkuð bronkítis (en maður heyrir hljóð í henni á nóttunni frá lungunum). Er lítið eða ekkert byrjuð að undirbúa jólin, en það verður vonandi tekin skorpa í því um helgina (svo er frí á mánudaginn).
Óskar er á fullu að mata jóla-trédrumbinn (en maður á sko að mata hann og svo kúkar hann eftir því (dóti, nammi, pökkum). Þetta kemur kannski í staðinn fyrir að setja skóinn út í glugga.
En það verður náttúrulega að aðlagast venjunum hér, enda tala krakkarnir um þetta í skólanum.
Jæja, góða helgi !!
bless bless, Kristín Hildur
Subscribe to:
Posts (Atom)