Tuesday, December 9, 2008
Óskar Helgi
Það er dálítið sniðugt eitt sem er gert í skólanum hjá Óskari. Einu sinni í viku er valinn einn úr bekknum til að vera í sviðsljósinu, hann er t.d alltaf nr1 í biðröðinni og er kennaranum innan handar með hitt og þetta. En það sem er það skemmtilegasta er að í lok vikunar áður en valinn er nýr þá setjast nemendurnir í hring og allir eiga að segja eithvað fallegt um viðkomandi nemanda. Svo mega nemarnir líka gera eithvað skemmtilegt fyrir þennan sem er í sviðsljósinu eða gefa honum eithvað. Í gær sat Óskar Helgi lengi vel og einbeittur við að skrifa bréf um jólasveininn, en þetta bréf ætlaði hann að gefa Lucíu sem er í sviðsljósinu þessa vikuna. Bréfið, sem var ansi langt, fjallaði um jólasvein sem hann hafði séð í bíómynd um síðustu helgi, rosalega sætt hjá honum :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment