Mér fannst dálítið fyndið þegar einn samstarfsmaður minn, strákur sem er 31 árs, var að segja að mamma hans færi alltaf með honum ef hann þyrfti að fara til læknis. Svo fórum við að ræða þetta aðeins og þetta er víst ansi algengt, að fólk þurfi að hafa með sér fylgdarmann þegar það fer til læknis. Eins er það líka þannig að ef einhver þarf að leggjast inn á sjúkrahús, er það lang oftast þannig að fjölskyldan býr til vaktarplan, þannig að það sé að minnsta kosti alltaf einhver fjölskyldumeðlimur með hinum veika (nótt sem dag og jafnvel þó að fylgdarmanneskjan hafi ekki rúm til að sofa í á sjúkrahúsinu)
Annars er það líka dálítið ólikt sjálfstæðis eðlinu í mér (sem íslendingi sennilega) að við þurfum alltaf að fara ÖLL saman í hádegismat, það verður að bíða eftir að allir séu tilbúnir og svo þegar við komum niður í matsalinn þá verðum við ÖLL að sitja við sama borð (og við erum stundum allt að 15manns) þannig að þá verður að tengja saman 2-3 borð.
Thursday, January 24, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já þetta er dálítið sérstakt, eins og þú segir mjög ólíkt því sem við þekkjum hér.
Brjálað veður hér, mjög gott að hafa sunndag og geta verið inni. Núna er úrslitaleikurinn í Evrópumótinu í handbolta, Danmörk-Króatía og að sjálfsögðu á Danmörk helst að vinna :) Kv. Lísa
Ja madur hefur heyrt ad spanverjar flytji ekki ad heiman fyrr en um thritugt.. Svipad og sonur Davids Oddssonar. Ad visu flutti hann enn seinna ad heiman.
Post a Comment