Helgin er liðin, mamma og pabbi eru farin og fyrsta árið í lífi Fjólu er liðið.
Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn með matarboði fyrir fjölskyldu Salvadors og mömmu og pabba. Vorum með einskonar brauðtertu í forrétt og ofnbakaðann aspars og svo pítsur í aðalrétt. Hafði aldrei áður gert heimagerða pítsu fyrir þau, sem þeim fannst voða góð. Í eftirrétt var ég svo með marens með rjóma og berjum, rice crispies kökur og úr því að ég átti eggjarauður afgangs við gerð marensins ákvað ég að prófa crema catalana. Það tókst bara vel.
Tók nokkrar myndir sem ég ætla setja inn sem fyrst.
Mamma og pabbi fóru heim í gær, held að þau hafi getað slappað vel af og notið þess að vera í sól og birtu, enda er búið að vera óvenju hlýtt og gott veður undanfarna daga.
Þau skildu eftir bók, handa mér til aflestrar og ég hef ekki getað látið hana frá mér fyrr en nú sem ég er búin að klára hana, en þetta var sagan af Bíbí Ólafsdóttur. Alveg frábær bók, ótrúleg kona alveg hreint og mjög vel skrifað hjá Vigdísi.
Eftir að mamma og pabbi fóru í gærmorgun fórum við að borða hjá gömlu fólki, en þau eru grænmetisætur og eru með mat einu sinni í mánuði fyrir alla sem vilja, maður greiðir 4 evrur. Mjög skemmtilegt, við sátum úti við langborð og svo er spjallað um heilbigt líferni og fl. Þau reka líka litla búð með lífrænum vörum og eru sérfræðingar í jurtum og ýmsu öðru. Salvador fór heim með poka af jurtum sem eiga að vera góðar fyrir sykursýki.
Skemmtilegt fólk.
Jæja, skyldan kallar!!
bless í bili, khk
Monday, January 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment