Monday, April 28, 2008

Óskar Helgi í skólaferðalagi

Vá hvað litli strákurinn minn er orðinn stór ! Hann fór í einnar nætur ferðalag með skólanum í gær, kemur heim seinnipartinn í dag og bíðum við foreldrarnir spenntir að heyra ferðasöguna.

Við erum að hugsa um að flytja í húsið okkar á miðvikudaginn, enda er það alveg orðið íbúðarhæft núna, búið að mála og taka flesta skápa og skúffur í gegn. Vantar að "fín pússa" og hengja aftur upp myndir á veggi og fl. Við erum reyndar ekki búin að mála alveg allt, enda er húsið svo stórt en það er svo sem ekki bráðnauðsynlegt heldur.

Það er ekki enn búið að finna út úr þvi hvað kom fyrir bílinn þarna um daginn þegar ég varð stopp á hraðbrautinni, Jósep er búin að reyna allt en í dag koma einhverjir kallar og ætla að athuga hvort þeir geti gert eithvað, ef ekki þá eru síðustu úrræði að senda bílinn í umboðið, en mér skilst að það kosti minnst 1000 evrur (120000ikr).

Af veðrinu er það að frétta að það eru miklir þurrkatímar og nú er svo komið að það er búið að banna að vökva garða og fylla sundlaugar....veit samt ekki alveg hvernig á að fylgjast með því. Við verðum því að fara drífa í að safna regnvatninu svo við getum haldið áfram að hafa blóm í garðinum (það er samt ekki alveg svo auðveld framkvæmd, en eithvað sem við stefnum á að gera). Annars erum við líka með brunninn í garðinum og því getum við sagt að vatnið sem við notum sé þaðan (þó það sé ekki alveg satt því brunnurinn tæmist á örskotstundu).

Jæja best að fara hefja vinnunna, bless í bili!
Kristín

2 comments:

Anonymous said...

spennandi ferðalag sem óskar er í!... magnað að svona ung börn fari án foreldra í næturferðalag. .. og skrítið miðað við hvernig sjálfstæði er alið upp í íslenskum krökkum en hingað til hefur það ekki virst mér sem áhersluatriði á spáni. Hann hefur örugglega gott og gaman af:)

Anonymous said...

Já það verður gaman að heyra hvernig gekk hjá honum :) Hann hefur bara haft gaman af eins og Sólveig segir.
Hafið það gott í húsinu ykkar, það hlýtur að vera gott að komast í sitt aftur.
Kveðja úr sól en köldu veðri,
Lísa