Monday, June 9, 2008

Hitt og þetta

Jæja, hér heldur bara áfram að rigna og enginn hiti í loftinu, eins og vant er á þessum tíma. Kaldasti mai mánuður í hundrað ár eða svo. Mér er svosem alveg sama, vil heldur hafa svona veður heldur en kæfandi hita. Ferðamennirnir eru kannski ekki alveg sáttir.

Salvador er búinn í prófum, jibbí!! Dálítið erfitt að hafa hann svona upptekinn. Í gær kom strákur að skoða rafmagnið með honum, en þeir ætla að byrja að vinna í því í dag. Rafvirkjanum fannst þetta nú ekkert líta svo illa út hjá okkur og held ég að bruninn hafi miklu frekar verið ofninum að kenna heldur en rafmagnskerfinu okkar. Slys geta alltaf gerst. En samt er nú ýmislegt sem má bæta, eins og að jarðtengja og koma í veg fyrir að maður fái stuð þegar maður er að setja í þvottavélina.


Það var annars mjög gaman að fá allar systurnar í heimsókn með kærastana sína. Við vorum samt dálítið óheppin því öll urðum við veik, sátum á klósettunum eða með föturnar fastar við rúmmin. Þannig að skipulagningin mikla fór algerlega út um þúfur ;)

No comments: