Friday, June 20, 2008

Var stoppuð af löggunni

á leið heim úr vinnunni í dag, var nefnilega að tala í símann....já ég fylgdist ekki nógu vel með í speglunum þegar ég tók símann .....
Þegar hún stoppaði mig var það fyrsta sem hún bað um ökuskirteni, kvittun fyrir tryggingu á bílnum (nefnilega dálítið um það að menn keyri um á ótryggðum bílum) og nafnskirteni. Þegar hann sá þetta íslenska ökuskirteni spurði hann hversu lengi ég hefði búið hér og þegar ég sagði honum það, þá sagði hann að ég þyrfti að fá löggildingu á ökuskirteninu þar sem ísland væri ekki í evrópusambandinu. Ég reyndi að tala eithvað um samningin um evrópska efnahagsvæðið (en mundi samt að ein íslensk kunningja kona mín hafði sagt mér frá íslenskri stelpu sem hefði fengið mjög háa sekt fyrir að vera ekki búin að löggilda ökuskirtenið sitt (annnað að vera túristi, en það er víst leyfilegt að keyra um með alþjóðlegt ökuskirteni í hálft ár í sama landi). Lögreglan virtist nokkuð viss í sinni sök, en þar sem það kemur fram á spænska nafnskirteninu mínu eins og Ísland sé í Evrópusambandinu, hélt ég áfram að tala um þennan tiltekna samning. Þurfti svo að bíða ca hálftíma ut í vegarkannti á meðan lögreglan reyndi að hringja í rétta aðila til að afla sér upplýsinga. Þetta endaði svo með því að ég fékk 50 evru sekt fyrir að tala í símann, en ökuskritenið var látið gott heita þökk sé samningnum um evrópska efnahagsvæðið :) já hann er góður þessi samningur. Við fáum í raun flest þau hlunnindi sem fylgja því að vera hluti af evrópusambandinu en getum samt staðið fyrir utan. Held bara að það sé það besta í stöðunni.


Af öðru er helst að frétta að vinnan við að skipta út gömlum rafmagnsvírum fyrir nýja er langt komin, sést betur og betur að þetta var algjörlega nauðsynleg framkvæmd.
Þannig að það er ennþá mjög mikið að gera hjá okkur, ég má helst ekki koma heim með börnin fyrr en klukkan sjö , svo karlarnir fái vinnufrið. Ég fer þá á meðan á róló. Freistandi að fara á ströndina núna um helgina því það er orði svo heitt í veðri, en við verðum bara í róleheitum hér í Sabadell og veitum gömlu konunni, henni Jóakimu félagsskap.

Góða helgi kæru vinir og fjölskylda!!
Kristín Hildur

2 comments:

Anonymous said...

Góða helgi til ykkar líka:)

Kv. Mæja

Anonymous said...

Úff eins gott að ekki fór verr með sektina. Njótið sumarsins og sólarinnar, hér hefur líka verið gott veður og ég sat úti í nokkra klukkutíma í dag og brann næstum því.
Fer loksins í sumarfrí á miðvikudag í næstu viku og verð út ú júlí.
Kveðjur, Lísa