Er búin að vera maula sælgæti sleitulaust síðan ég fékk gestina í heimsókn, ég er svo rosalegur nammigrís!! Mér finnst alveg æðislegt að fá íslenskt nammi (og líka norskt)Mjög feginn að hafa nánast enga samkeppni á heimilinu. Það mun samt ekki vara lengi því Fjóla er strax farin að sýna að hún er mikill sælkeri, veit alveg hvað er gott kex og hvað er hollt kex, fússar við því (hendir því jafnvel í gólfið) en hlær og skríkir ef hún fær súkkulaði kex. Eins gott að ég passi vel uppá nammiskúffuna mína, því ef hún kemst á snoðir hvar það er geymt verðum við í vondum málum...
Óskar minn er hinsvegar allt öðruvísi, hann biður mig að kaupa nammi þegar við förum að versla, fær sér eitt og gleymir svo alveg að það sé til.
Tuesday, June 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ekki beint gæfuleg heimsókn, hvað klikkaði?
Ég myndi gefa mikið fyrir að vera eins og Óskar Helgi í sambandi við nammið, þetta er grábölvað.
Kv. Mæja
Já þetta var dálítið mikil óheppni að við skyldum öll verða veik...
Post a Comment