- http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/ ég rakst á þetta blogg fyrir tilviljun, þekki manninn ekki neitt né veit hver hann er, en hafði gaman af að lesa það. Sá svo í fréttunum að hann er stjórnarformaður CCP og kom um daginn í silfur Egils
- http://hjalli.com/ Rakst líka á þetta blogg fyrir tilviljun og þekki manninn ekki neitt, en sá síðan að hann kom líka í silfur Egils um daginn :)
- http://photo.blog.is/blog/photo/ Þessi bloggar nú reyndar ekki oft, en hann gerði mjög skemmtilegan lista yfir það sem þyrfti að gera á Íslandi núna til að bæta ástandið
- http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ Þessa síðu skoðaði ég af því hún er á listanum fyrir vinsæl blogg á mbl.is. Þekki hana ekki neitt, mikil baráttu kona þarna á ferð.
- http://toshiki.blog.is/blog/toshiki/ Þetta er japanskur prestur, prestur innflytjenda. Kíkti fyrst á bloggið hans af því að mér fannst áhugavert að japani skrifaði svona góða íslensku. Mjög áhugaverður karl!
- Allt sem Jón Steinsson skrifar finnst mér mjög áhugavert. Hann er samt því miður ekki með bloggsíðu, en skrifar sem betur fer oft í blöðin (fréttablaðið að undanförnu) og svo á vefsvæðið deiglan.com. Hef reyndar fylgst með skrifum hans í nokkur ár þar.
- Svo er ég líka mjög hrifin af Andra Snæ, sérstaklega núna þar sem ég var að lesa bókina hans. Einnig voru góð svörin hjá honum við spruningum sem settar voru fyrir nokkra útvalda á deiglan.com. Mjög fyndið þegar hann sagðist ætla að kaupa sér flatskjá í mótmælandaskyni við sektarkendina.
Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur, Fjóla litla er reyndar með svakalegan hósta. Eigum tíma hjá lækni í dag til að athuga hvort þetta sé nokkuð bronkítis (en maður heyrir hljóð í henni á nóttunni frá lungunum). Er lítið eða ekkert byrjuð að undirbúa jólin, en það verður vonandi tekin skorpa í því um helgina (svo er frí á mánudaginn).
Óskar er á fullu að mata jóla-trédrumbinn (en maður á sko að mata hann og svo kúkar hann eftir því (dóti, nammi, pökkum). Þetta kemur kannski í staðinn fyrir að setja skóinn út í glugga.
En það verður náttúrulega að aðlagast venjunum hér, enda tala krakkarnir um þetta í skólanum.
Jæja, góða helgi !!
bless bless, Kristín Hildur
5 comments:
Haha mér finnst brjálæðislega fyndið að einhver, í fyrndinni, hafi fundið upp jólasvein sem kúkar gjöfum...
Það væri líklega engin kreppa ef það væri til alvörufígúra sem kúkaði gjöfum...
Ætli það skipti máli hvað hann borðar upp á hversu fínar gjafirnar verða?
Ætli það sé betra að vera grænmetisæta eða vegan?
En talaðu endilega um ykkur, við hér erum komin með upp í kok af krepputali....
Jon Steinsson var i Silfri Egils i gær, heyrdiru i honum thar? hann virdist mjøg skynsamur og klar.
Takk f. ábendinguna, þarf að kíkja á það.
Já ég skil líka vel að allir séu komnir með upp í kok af krepputali, en er samt ekki nauðsynlegt að halda áfram að tala um þetta ?
Það er allt að kaffærast í krepputali hér heima, maður er farinn að sortera all verulega hvað maður horfir og hlustar á.
Kv. Mæja
Jú það er skiljanlegt. Ég horfi líka á spaugstofuna, þeir eru alveg frábærir!
Post a Comment