Tuesday, December 9, 2008

hugmynd

Fékk allt í einu hugmynd að búð. Hvernig væri að opna búð með bara handprjónuðum/hekluðum fötum með allskyns flottum munstrum og myndum. Handprjónaðar peysur eru nánast alltaf íslenskar ullarpeysur, en þær mættu alveg vera íslenskar ullarpeysur en bara með "nýrri" hönnun. T.d. mynd af hesti, fossi, blómi eða bara eithvað öðruvísi en klassíska munstrið.

Tek það samt fram að klassíska munstrið er alltaf klassískt og flott, en það eru náttúrulega fullt af búðum með svoleiðis peysur.

khk

1 comment:

Anonymous said...

Já.. það er einmitt prjónaæði í gangi á íslandi:) prjónar uppseldir í Hagkaup og svona!
En Handprjónasambandið er með mjög flotta búð og þar eru peysur með ýmsum mynstrum til sölu. .. íslensk hönnun og rosalega flott. Einnig er ístex komin með nýja hönnuði þannig að línan þeirra passar líka fyrir íslendinga... ekki bara ætluð túristum!

langar þig kannski í prjóna og lopa í jólagjöf??? :)