Þá er komið nýtt ár. Held að árið 2007 hafi liðið hvað hraðast af öllum árum æfi minnnar. Nýja árið leggst bara vel í mig.
Get sagt ykkur fréttir, ég er búin að kaupa flugmiða fyrir mig og börnin til Íslands um páskana :)
Við höfum aldrei komið til landsins um páska síðan við fluttum út og núna þar sem það er beint flug og tiltölulega ódýrt ákvað ég að skella mér. Vonandi verður snjór svo Óskar geti leikið sér á sleða og búið til snjókall :)
Er komin aftur í vinnuna og hef nóg fyrir stafni hér.
Hafiði það gott, bless í bili
khk
Tuesday, January 1, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Gleðilegt ár Kristín og takk fyrir liðið ár. Við náðum sem betur fer að hittast nokkrum sinnum.
Góðar fréttir með flugið, ég hlakka til að sjá ykkur um páskana ef tími gefst fyrir ykkur.
Kær kveðja,
Lísa
ertu ad grinast,,, eg vona ad thad verdi rigning hja ther i manud,,,
gleðilegt ár! ég er svaka bjartsýn fyrir nýja árið, það er svo mikið skemmtilegt planað. Og ekki minnkuðu væntingarnar við það að heyra að þið væruð væntanleg um páskana. Kannski hittumst við?
Það er enn allt í hakki hér, og heimasíminn ekki kominn í samband. Ég hringi í þig um leið og ég verð búin að græja hann. (verð líka að hundskast til að fá mér skypeið...).
fékk svaka fína gjöf frá þér í kvöld. Takk kærlega. Fílaði allt mjög vel. Engillinn verður sætur á jólatréð næstu jól og taskan sæt við öll tækifæri. Og maturinn mun sjálfsagt bragðast enn betur með steikarspaðanum...
kv .Hrefna
Post a Comment