Sunday, April 20, 2008

Ýmislegt

Á morgun er Sant Jordi, en það er "menningardagur" katalóna. Allir kaupa bækur og rósir þennan dag og gefa ástvinum. Hér í vinnunni er búið að skipuleggja skiptibókamarkað, en sl. vikur hefur maður mátt koma með bók og í staðinn hefur maður fengið lítinn miða sem gildir þannig fyrir nýja bók á markaðinum. Ég fór með eina bók og get því valið mér eina nýja á morgun.

Bráðum fer Óskar Helgi í gistiferðalag með skólanum. Þetta er mjög algengt hér að drífa krakkana í einskonar sumarbúðir þar sem gist er 1-2 nætur (já eða fleiri, fer eftir aldri). Mér finnst við "heppin" en þetta er fyrsta árið sem farið er í svona ferð og það er bara gist ein nótt (Óskar er 5 ára). En ég veit um aðra skóla þar sem farið er með 3 ára krakka í 2 nætur...(og engir foreldrar með). Algjör óþarfi finnst mér.
En hann er voðalega spenntur fyrir þessu, erum byrjuð að taka til dótið (enn meira en vika í brottför) eins og svefnpoka, vasaljós og fl.

Ég var stopp á hraðbrautinni á fimmtudaginn á leið heim úr vinnunni. Alveg á miðri hraðbraut, var á miðreiminni af þremur. Bíllinn alveg dauður og ég átti engan möguleika á að koma mér út í kant, gat heldur ekki farið út og sett viðvörunarþríhyrning, því það var stórhættulegt að fara út úr bílnum. Bílarnir flautuðu, ekki mikil þolinmæði hér nei... Ég hringdi á aðstoð (hér er innifalið í bílatryggingunni að maður fái aðstoð út á götu ef eithvað af þessu kemur uppá). Sem betur fer kom löggan fljótlega (ekki hún samt sem ég hringdi í) og hjálpaði mér að koma bílnum út í kant, enda var ég búin að skapa þetta þvílika umferðaraungþveiti !
Þegar aðstoðin kom lokst spurði ég oft og mörgum sinnum hvort hann væri ekki örugglega frá tryggingafélaginu Atlantis, en ég vildi ekki lenda aftur í að hoppa upp í bíl hjá einhverjum sem ég átti ekki að fara með og láta svo rukka mig um 20 þús. krónur. til að fá bílinn aftur lausan af pallinum. Allt gekk vel í þetta sinn og ég og bíllinn komumst heil heim á verkstæðið hjá Jósep mági.

Af húsinu er það að frétta að "þetta tekur aldrei enda" . Um helgina var samt unnið af hörku.

5 comments:

Anonymous said...

Hvad ertu ad bona... takid af ykkur skona... hvad ertu ad bona...
gott ad heyra ad allt hafi gengid vel eftir ad bilinn vard stopp ut a midri hradbraut... hlytur ad hafa verid ansi scary! nu styttist i systra hitting!;o)

Anonymous said...

Já... hlakka mikið til að koma í heimsókn:) Það hlýtur að sjást munur á húsinu eftir "dugnad-inn" ... annars bíð ég spennt eftir stradivaríus
Sóla

Anonymous said...

Úff alltaf jafn heppin Kristín mín. Ég hefði örugglega dáið þarna á hraðbrautinni úr hræðslu um að e-r myndi keyra á mig.

Gangi þér vel með íbúðina.
Kv. Harpa

Anonymous said...

Gott að rétti maðurinn kom í þetta sinn! Getur varla verið auðvelt að vera föst svona eins og þú segir.
Gangi ykkur vel með húsið...það hlýtur að fara að taka enda.
Kv. Lísa

Anonymous said...

Oj, ég hefði orðið skíthrædd þarna á miðri hraðbrautinni!

Sniðugt þetta með bækurnar.

Kv. Mæja