Monday, April 14, 2008

Skúra skrúbba bóna....

Hæ hæ,
Um helgina var tekin ágætis skorpa í húsinu, búið er að mála allt það mikilvægasta þannig að nú erum við byrjuð að koma dótinu aftur á sinn stað. En það er nú samt heljarinnar vinna, skrúfa ljós aftur á sinn stað, festa hillur, þrífa allar snúrur, fjarstýringar, alla skápa og skúffur, en reykurinn smaug inn um allar rifur.... og það er ekki létt að þrifa hann af t.d. plasti.
Hvað um það, ég kvarta ekki því við búum eins og er í ágætis íbúð. Markmiðið er að við verðum flutt inn þegar systurnar koma í heimsókn í lok mai, en miðað við stöðuna í dag ætti það alveg að takast.

Fórum líka í grillveislu um helgina með vinnunni, það var bara fínt. Ágætt að leyfa Salvador að kynnast aðeins fólkinu sem ég vinn með.

Bless í bili, khk

3 comments:

Anonymous said...

Hæhæ!!!
Já það munar ekki um vorhreingerninguna þetta árið! Gangi ykkur vel og ég bið að heilsa manni og börnum.

Kveðja Harpa

Anonymous said...

Gott að heyra að þetta sé að taka enda hjá ykkur. Fínt að hafa einhverja dagsetningu/gesti að stefna að!
Gangi ykkur vel,
kveðja, Lísa

Kristín Hildur said...

Já sammála gott ad hafa thetta takmark.
Harpa, thetta er einmitt thad sem ég var líka ad hugsa um, alltaf gott ad sjá jákvaedu hlutina á malunum ;)