Saturday, June 7, 2008

Fréttir frá Íslandi

Það var sorglegt að lesa um það í spænskum fjölmiðlum hvað Íslendingar voru gamaldags og fljótfærir þegar þeir drápu greyið ísbjörninn. Hefði verið svo gaman að lesa um það ef Íslendingar hefðu gert það sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur heim til sín.
Það má ekki gleyma því hvað heimurinn er orðinn lítill og allar fréttir berast á örskotsstundu út um allan heim.

Svo fannst mér líka alveg týpískt að lesa þetta :
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/06/06/ekkert_leyfi_fyrir_hvalkjot/

Var þetta ekki vitað fyrirfram ?


Vona að Björk og Sigurrós nái að hrífa landann með sér til umhverfisvænni meðvitundar. Er mjög ánægð með þetta framtak hjá þeim.

2 comments:

Anonymous said...

Æ Kristín mín eigum við ekki að gefa okkur það að það hafi verið hugsað aðeins út í málin áður en hann var drepinn.

Það hefði líka verið ansi mikið mál að svæfa hann og í hverju ættum við að geyma hann á meðan hann svæfi og væri fluttur úr landi? þetta er ekki gefið. Aðstæður voru líka þannig að það þurfti að gera e-ð sem fyrst, ætla nú ekki að fara nánar út í það en hins vegar segir þetta okkur bara það að það þarf að vera til e-ð plan sem fer í gang þegar svona kemur upp á.

Auðvitað ömurlegt að þurfa að drepa dýrið því ísbirnir eru nú í útrýmingarhættu en ég trúi því að það hafi verið hugsað út í þetta áður en hann var drepinn.

Um hvalina ætla ég ekki að tjá mig hehe

Kristín Hildur said...

Takk fyrir kommentid Harpa, gaman ad heyra thína skodun líka á malinu. En já, eins og thú segir verdur ad vera betri vidbragdsáætlun ef þetta gerist aftur. Málid er bara ad thetta gerist svo sjaldan ad allar áætlanir eru gleymdar þegar þetta gerist næst...