Hér er allt að verða vitlaust vegna verkfalls vörubílstjóra (eru að mótmæla háu olíuverði). Vöruskortur er orðinn áberandi í búðum og fólk er farið að hamstra bensín (sko af því að það er ekkert bensín til á sumum stöðum, þar sem engir vöruflutningar eiga sér stað). Svo eru þeir líka að fara út á hraðbrautirnar og láta öllum illum látum og stöðva þar af leiðandi umferð. Ég var sem beturfer á öfugum vegarhelmingi í gær þegar ég var að keyra heim úr vinnunni, því það var allt vitlaust á hinum helmingnum.
Salvador og rafvirkinn eru byrjaðir að taka rafmagnið í gegn í húsinu, þannig að nú er aftur allt á rúi og stúi.
Verð að segja ykkur gullmola frá Óskari Helga. Ég var eithvað að skamma Fjólu um daginn og þá varð Óskar hinn reiðasti og sagði "mamma, þú mátt ekki vera svona vond við Fjólu"
Mér fannst líka rosalega sætt þegar hann spurði mig í fyrradag hvort hann mætti fara í trúðabúningi í skólann. Af því hann er mjög feiminn og vill jafnvel ekki vera í stuttbuxum, þá fannst mér þetta eithvað svo skemmtilegt. Þannig að í gær fór Óskar í trúðafötum í skólann ;)
Wednesday, June 11, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Já bensínverðið er komið upp úr öllu valdi og reyni ég að nota bílinn sem minnst þessa dagana...
Alltaf gaman að lesa skemmtileg komment frá börnunum ;-)
Kv. Harpa
Æ en sætt. Gott hjá þér að leyfa honum að fara í trúðabúning, vonandi fannst honum það gaman :)
Sorry þetta var ég.
Kv. Lísa
Post a Comment