Hér er hefð fyrir því að skjóta upp rakettum á jónsmessu (ekkert á gamlárskvöld). Í gær kom Óskar Helgi heim með poka fullann af " sprengjum fyrir krakka" ....(stóð Baby á pakkanum). Hljómar kannski dálítið undarlega að 5 ára krakkar fái að sprengja, en hann hafði fengið ömmu sína til að kaupa þetta fyrir sig. Þetta voru nú voða saklausar sprengjur, við prófuðum hluta af pakkanum í gær, en þetta var dót eins og flöskurnar með pappírslengjunum inní, hurðarsprengjur eða annað smælki sem gefur frá sér liti eða reyk á gólfinu. Sennilega meira úrval hér, því það er enginn snjór og þetta fær að skoppa um á stéttinni.
Tengdamamma er að fara í ferðalag þessa helgi og er búin að biðja okkur að "passa" mömmu sína, þannig að við flytjum inn til hennar og sofum þar í 4 nætur. Annars er hún Jóakima bara nokkuð hress, hefur lítið breyst frá því að ég kynntst henni fyrst. Henni er samt ekki treyst til að sofa einnri í íbúðinni.
Hitabylgja í nánd, mátti nú alveg búast við því þar sem mai og júni hafa verið óvenju kaldir og mjög svo vætusamir.
bless í bili,
khk
Wednesday, June 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hæ. var að lesa nammibloggið. er líka mikill nammigrís og þær litlu frænkurnar eiga það sameiginlegt að sækja í sætindin. Eskil hins vegar getur alveg gleymt nammi og hefur hingað til látið nammisuð eiga sig í búðum (7-9-13). Um daginn fór hann að bauka við nammipakkana við kassann og ég var farin að undirbúa mig undir það að neita honum um nammi þegar ég fattaði að hann var bara að raða pökkunum og sortera rétta pakka saman :)
kv. Hrefna
sakna ykkar nú í sumarblíðunni.
Já það er ekki sprurning að við kvennfólkið erum meira fyrir sætindin ;)
Post a Comment