Uff, hvað það er mikið að gera hjá okkur. Ég hef ekki getað sofið heima síðustu 2 nætur því Salvador og rafmagnsmaðurinn hafa þurft að vinna fram á kvöld og Fjóla þarf að fara sofa kl 8, þannig að við höfum sofið hjá tengdó. Svo varð hún veik, fékk hita og svo er allt vitlaust að gera í vinnunni og ég þarf sennilega að koma að vinna á laugardag.
Í gær sagði ein samstarfskona mín dálítið sem ég held að maður eigi aldrei að sega, en hún óskaði sér að verða veik í 2-3 mánuði svo hún gæti verið frá vinnu. Auðvitað var þetta sagt í gríni, af því að það er búið að vera svo mikið vesen hjá okkur í vinnunni. Fyrir utan þetta þá vorum við að tala saman í hádeginu um dauðann og að það væri dálítið óhuggulegt að hugsa til þess hvað maður eigi eftir að upplifa í framtíðinni, dauða nákominna fjölskyldumeðlima og annað. Stuttu eftir hádegismatinn fékk hún símtal þar sem henni var tilkynnt að pabbi hennar hafði lennt í slysi og svo kom síðar í ljós að hann var dáinn. (var hinn hressasti að fara til vinnu á mótorhjólinu sínu, en fékk hjartaáfall).
Best að halda áfram að vinna...
bless í bili,
khk
Thursday, June 26, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
ja hérna en leiðinlegt með pabbann. fyrirboði að þið skylduð hafa verið að ræða einmitt þetta. Svona eins og með óhuggulega drauminn hans JG nokkrum mánuðum fyrir hans slys. úff og mig sem er svo "oft" að dreyma eitthvað afar óhuggulegt.
kv. Hrefna
Já, ég var einmitt líka að hugsa um drauminn hans jóns.
Þetta er hræðilegt. Eins gott að storka ekki örlögunum!
Kv. Mæja
Post a Comment