Sunday, January 25, 2009
Hitt og þetta
Á laugardaginn var brjálað veður hér og tré féllu í hrönnum. Garðurinn okkar slapp að mestu leyti, reyndar féll girðingin á hliðina aftan við húsið. Ragga og Mario voru ekki eins heppin, en það féllu ca 7 tré ofan á húsið þeirra (reyndar búa þau núna bara í gámahúsi, en þau eru að byggja sér nýtt hús). Fórum að heimsækja þau í dag og það var hægara sagt en gert að komast heim til þeirra því margar götur voru ófærar vegna trjáa.
Annars held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi og hef varla undan. Leiðinlegt að heyra um veikindi Geirs, óska honum góðs bata. En er samt enn þeirra skoðunar að hann hefur ekki staðið sig vel sem forsætisráðherra, hvorki fyrir né eftir bankahrunið.
Friday, January 23, 2009
Finnur Ingólfs fær 200 miljónir á ári
Vá hvað ég verð pirruð þegar ég les svona fréttir. Dæmigerð spilling. Almenningsfyrirtæki selur eign til einkafyrirtækis ( í eigu Finns Ingólfssonar) en verður samt að halda áfram að nota eignina og greiðir leigu á margföldu verði til nýja eigandans (Finns). Hvernig var hægt að gera svona samninga ??
Wednesday, January 21, 2009
Bókin "Ein til frásagnar"
Var að ljúka við þessa bók í gær. Fjallar um hvernig Immaculee komst lífs af í þjóðarmorðinu í Rúanda. Alveg frábær bók. Hrikalegt að hugsa til þess hvað það er auðvelt að heilaþvo venjulegt fólk og gera það að morðingjum. En líka frábært að lesa um styrk konunnar og hvernig henni tókst að yfirvinna hatrið. Hún notar einnig hið fræga "leyndarmál" alveg óspart en þau sannindi eru reyndar líka skrifuð í biblíuna, þannig að hún tengir það trúnni. Frábært að sjá hvernig það virkaði alltaf hjá henni.
Allt á fullu!
Ég missti af einum degi í fréttalesningu frá Íslandi og vá hvað ég missti af miklu!! Ég hef varla undan við að reyna að komast yfir allt fréttaefnið....svakalegt....
Skil vel þessi mótmæli og myndi gjarnan vilja vera þarna með ykkur og sýna samstöðu. Nú er nóg komið af aðgerðarleysi stjórnvalda !!
Skil vel þessi mótmæli og myndi gjarnan vilja vera þarna með ykkur og sýna samstöðu. Nú er nóg komið af aðgerðarleysi stjórnvalda !!
Tuesday, January 13, 2009
Geir H Haarde
Ég er búin að vera dálítið lengi að gera upp hug minn um Geir. Vildi ekki gefa honum fall einkunn alveg strax því ég var ekki viss um að hann væri alveg slæmur. En ég er alltaf að átta mig betur og betur á því að hann er í raun mjög hrokafullur og svo var stefnan hans "gera ekkert stefnan" náttúrulega alveg vita vonlaus. Það sést t.d. mjög vel á myndbandsklippum hjá Láru Hönnu hvernig hann brást við gagnrýni. Ekkert smá hrokafullt þegar hann gerir lítið úr grein Robert Wade sem kom út í júlí í Financial Times, og líkir greininni við aðsenda grein í DV.
Sunday, January 11, 2009
Hitt og þetta
Var að lesa í gömlu tímariti, mannlífi sem kom út fyrir ca einu ári. Þar var grein sem fjallaði um að íslenskir nemar hefðu komið illa út úr alþjóðlegri könnun um námsárangur grunnskólanema. Ákveðnar áhyggjur voru yfir þessum lélegu niðurstöðum. En í lok greinarinnar var hinsvegar farið að tala um hvað íslenskir viðskiptamenn væru að gera það rosalega gott og að þeir hefðu nú stundað nám í íslenskum skólum þannig að þessir skólar gætu nú ekki verið svo slæmir þrátt fyrir allt....
(pælið í þessu þessu var troðið inn í okkur allstaðar).
Fjölskyldan fór í hjóltúr í dag, fallegur dagur í dag og gott veður.
Óskar Helgi var að læra söguna um sipp sem giftist skrat og sippsippanipp sem giftist skratskratarat og sippsippanippsippasúrumsipp sem giftist skratskrataratskrataskrúrumskrat. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt ;)
Í gærkvöldi kom Gabriel í heimsókn til okkar, hann gaf mér matreiðslubókina framandi og freistandi, eftir Yesmine Olsson. Rosalega falleg bók, svo flottar myndir og fallegir litir. Nú verð ég bara að fara að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir.
(pælið í þessu þessu var troðið inn í okkur allstaðar).
Fjölskyldan fór í hjóltúr í dag, fallegur dagur í dag og gott veður.
Óskar Helgi var að læra söguna um sipp sem giftist skrat og sippsippanipp sem giftist skratskratarat og sippsippanippsippasúrumsipp sem giftist skratskrataratskrataskrúrumskrat. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt ;)
Í gærkvöldi kom Gabriel í heimsókn til okkar, hann gaf mér matreiðslubókina framandi og freistandi, eftir Yesmine Olsson. Rosalega falleg bók, svo flottar myndir og fallegir litir. Nú verð ég bara að fara að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir.
Thursday, January 8, 2009
Thursday, January 1, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)