Á laugardaginn var brjálað veður hér og tré féllu í hrönnum. Garðurinn okkar slapp að mestu leyti, reyndar féll girðingin á hliðina aftan við húsið. Ragga og Mario voru ekki eins heppin, en það féllu ca 7 tré ofan á húsið þeirra (reyndar búa þau núna bara í gámahúsi, en þau eru að byggja sér nýtt hús). Fórum að heimsækja þau í dag og það var hægara sagt en gert að komast heim til þeirra því margar götur voru ófærar vegna trjáa.
Annars held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi og hef varla undan. Leiðinlegt að heyra um veikindi Geirs, óska honum góðs bata. En er samt enn þeirra skoðunar að hann hefur ekki staðið sig vel sem forsætisráðherra, hvorki fyrir né eftir bankahrunið.