Sunday, January 11, 2009

Hitt og þetta

Var að lesa í gömlu tímariti, mannlífi sem kom út fyrir ca einu ári. Þar var grein sem fjallaði um að íslenskir nemar hefðu komið illa út úr alþjóðlegri könnun um námsárangur grunnskólanema. Ákveðnar áhyggjur voru yfir þessum lélegu niðurstöðum. En í lok greinarinnar var hinsvegar farið að tala um hvað íslenskir viðskiptamenn væru að gera það rosalega gott og að þeir hefðu nú stundað nám í íslenskum skólum þannig að þessir skólar gætu nú ekki verið svo slæmir þrátt fyrir allt....
(pælið í þessu þessu var troðið inn í okkur allstaðar).

Fjölskyldan fór í hjóltúr í dag, fallegur dagur í dag og gott veður.

Óskar Helgi var að læra söguna um sipp sem giftist skrat og sippsippanipp sem giftist skratskratarat og sippsippanippsippasúrumsipp sem giftist skratskrataratskrataskrúrumskrat. Okkur fannst þetta mjög skemmtilegt ;)

Í gærkvöldi kom Gabriel í heimsókn til okkar, hann gaf mér matreiðslubókina framandi og freistandi, eftir Yesmine Olsson. Rosalega falleg bók, svo flottar myndir og fallegir litir. Nú verð ég bara að fara að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir.

No comments: