Sunday, January 25, 2009

Hitt og þetta







Á laugardaginn var brjálað veður hér og tré féllu í hrönnum. Garðurinn okkar slapp að mestu leyti, reyndar féll girðingin á hliðina aftan við húsið. Ragga og Mario voru ekki eins heppin, en það féllu ca 7 tré ofan á húsið þeirra (reyndar búa þau núna bara í gámahúsi, en þau eru að byggja sér nýtt hús). Fórum að heimsækja þau í dag og það var hægara sagt en gert að komast heim til þeirra því margar götur voru ófærar vegna trjáa.

Annars held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi og hef varla undan. Leiðinlegt að heyra um veikindi Geirs, óska honum góðs bata. En er samt enn þeirra skoðunar að hann hefur ekki staðið sig vel sem forsætisráðherra, hvorki fyrir né eftir bankahrunið.

4 comments:

Anonymous said...

ferlega skemmtilegar myndir! sérstaklega bangsamyndin! væri til í að sjá fleiri myndir úr herberginu þeirra, virðist vera voða kósí.

Gott að heyra að þið sluppuð vel, er mikið tjón hjá Röggu?
Sóla

kvoldmatur said...

sammala Solu, rosa skemmtilegar myndir.

Anonymous said...

Það eru aldeilis læti í veðrinu!

Skemmtilegar myndir, alltaf gaman að sjá frá fjölskyldunni:)

Kv. Mæja

kvoldmatur said...

hvernig er fyrsti dagurinn i nyrri vinnu?