Wednesday, January 21, 2009
Bókin "Ein til frásagnar"
Var að ljúka við þessa bók í gær. Fjallar um hvernig Immaculee komst lífs af í þjóðarmorðinu í Rúanda. Alveg frábær bók. Hrikalegt að hugsa til þess hvað það er auðvelt að heilaþvo venjulegt fólk og gera það að morðingjum. En líka frábært að lesa um styrk konunnar og hvernig henni tókst að yfirvinna hatrið. Hún notar einnig hið fræga "leyndarmál" alveg óspart en þau sannindi eru reyndar líka skrifuð í biblíuna, þannig að hún tengir það trúnni. Frábært að sjá hvernig það virkaði alltaf hjá henni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment