Sunday, June 29, 2008
Evrópumeistarar
Spánverjar urðu evrópumeistarar í fótbolta í gær. Það brutust út þó nokkur fagnaðarlæti en þó sennilega ekki eins mikið og annarstaðar á Spáni. Eins og ég hef oft sagt áður er ekki mikil þjóðernistillfining fyrir hönd spánar hér í Katalóniu og flestum nett sama hvort Spánn vinni titla eða ekki. Enda voru fagnaðarlætin þegar Barcelóna vann evrópumeistarakeppnina ekkert lík. Málið er bara að hingað hefur alltaf verið mikill straumur af innflytjendum frá öðrum hlutum Spánar og þetta fólk hefur þjóðernistillfiningu fyrir hönd landsins og það voru því þeir sem fóru út á götur í gærkvöldi og flautuðu eða hlupu um með spænska fánann. En það sem var skemmtilegt er að þjálfari landsliðsins að þessu sinni er ekki eins mikill "madrídisti" og oftast hefur verið. Hingað til hafa landsliðsþjálfararnir nefnilega verið undir mikilli pressu um að taka inn sem flesta menn frá real madrid, en þessi hundsaði þá pressu. Raúl (einn af aðal köllunum í real madrid) sem hefur verið fyrirliði landsliðsins oft, var t.d. ekki með í þessu liði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með Evrópumeistaratitilinn:)
Þetta var alger snilld!!!
Þetta var sko Mæja Torres:)
Hæ Stina stud!
bestu kvedjur fra mømmu, pabba og Lolo P i sofies gate 10.
Post a Comment