Sunday, December 28, 2008
Jólafrí
Við fjölskyldan höfðum það bara mjög gott um jólin. Við tókum upp einn sið frá Höllu Tinnu, en það er að borða grjónagraut í hádeginu með möndlu (mín fjölskylda var vön að hafa möndlugrautinn í eftirétt um kvöldið, en mér finnst þetta eiginlega betra). Á aðfangadagskvöld kom tengdamamma og amma og við borðuðum saman íslenskt lambalæri. Það tókst reyndar ekki að hlusta á messuna frá Íslandi, sennilega of mikið álag á síðuna, þannig að við urðum að láta okkur nægja að hlusta á Mahalia Jackson. Höllu Tinnu fannst skemmtilegt að við værum líka vön að hlusta á hana á jólunum, en á hennar heimili var hún nefnilega líka fastur punktur á aðfangadag. Fjóla naut sín best við pakkaopnunia og var hún komin á svo mikla ferð að ég átti í erfiðleikum með að fylgjast með frá hverjum hvaða pakki væri. En mér finnst náttúrulega mikilvægt að krakkarnir læri að kunna meta gjafirnar og þakki fyrir sig.
Á jóladag var jólaveisla hjá Jósep (bróðir Salvadors) og Montse, svakalegt át á manni þann daginn. Svo kom líka Caga Tio, en það er trjádrumburinn frægi, sem krakkarnir eru búnir að mata og á jóladag lemja þau í hann með spítu og fara með ákv. þulu og þá kúkar hann (nammi eða gjöfum). Mjög skemmtilegt, nema hvað að Óskar vildi halda áfram endalaust, jafnvel þó að hann væri löngu hættur að kúka.
Annar í jólum var haldin hátiðlegur með tengdamömmu og ömmu, borðaðir caneloni og fl. en það er hefð hér, flestir borða caneloni 26. des (hakkað kjöt innvafið í pastarúllur) með hvtítri sósu og og osti yfir. Mjög gott (pabba finnst þetta reyndar ekki gott, en það er nú svo sem ekkert að marka hann;)
27. des vorum við með kaffi fyrir vinafólk okkar með börnin sín, þá spjöllum við konurnar saman á íslensku, en karlarnir tala á spænsku, þetta verður alltaf mjög kynskpt hjá okkur, veit samt ekki af hverju....
Í gær fórum við í smá bíltúr upp á fjall, fundum snjó og fórum að renna okkur á sleða. Mjög gaman, nema Fjólu fannst alls ekki gaman. Hún kunni mjög illa við kuldann og snjóinn og grét mest allan tímann, þannig að ferðin var heldur styttri en við hefðum viljað.
Nú er ég svo komin aftur í vinnunna, það er sem betur fer ekki mikið að gera, þannig að ég get bloggað, lesið blogg og kannski tjattað á skype (það er að segja ef einhver nennir að logga sig inn til að tala við mig).
En ég var ekki búin að tilkynna opinberlega að mér hefur hlotnast styrkur frá katalónska ríkinu til að hefja doktorsnám. Fékk að vita þetta rétt fyrir jól og fór strax og tilkynnti uppsögn í vinnunni!!
Eins og ég hef oft sagt hef ég nú ekki verið sérstaklega ánægð hér í vinnunni, enda er starfið frekar leiðigjarnt, launin lág og yfirmanneskjan leiðinleg.
Þannig að ég er rosalega ánægð með þetta, frábært að geta farið að gera eithvað nýtt og spennandi og svo verð ég líka mun nær Sabadell, því háskólinn er mjög náglægt okkur. Segi nánar frá verkefninu síðar, því þetta er farið að verða ansi langt hjá mér.
Tuesday, December 23, 2008
Wednesday, December 10, 2008
Gott kvót
Jón Þórisson skrifaði þetta á eyjuna, alveg sammála honum....
Tuesday, December 9, 2008
Óskar Helgi
hugmynd
Tek það samt fram að klassíska munstrið er alltaf klassískt og flott, en það eru náttúrulega fullt af búðum með svoleiðis peysur.
khk
Monday, December 8, 2008
Thursday, December 4, 2008
Hitt og þetta
- http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/ ég rakst á þetta blogg fyrir tilviljun, þekki manninn ekki neitt né veit hver hann er, en hafði gaman af að lesa það. Sá svo í fréttunum að hann er stjórnarformaður CCP og kom um daginn í silfur Egils
- http://hjalli.com/ Rakst líka á þetta blogg fyrir tilviljun og þekki manninn ekki neitt, en sá síðan að hann kom líka í silfur Egils um daginn :)
- http://photo.blog.is/blog/photo/ Þessi bloggar nú reyndar ekki oft, en hann gerði mjög skemmtilegan lista yfir það sem þyrfti að gera á Íslandi núna til að bæta ástandið
- http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ Þessa síðu skoðaði ég af því hún er á listanum fyrir vinsæl blogg á mbl.is. Þekki hana ekki neitt, mikil baráttu kona þarna á ferð.
- http://toshiki.blog.is/blog/toshiki/ Þetta er japanskur prestur, prestur innflytjenda. Kíkti fyrst á bloggið hans af því að mér fannst áhugavert að japani skrifaði svona góða íslensku. Mjög áhugaverður karl!
- Allt sem Jón Steinsson skrifar finnst mér mjög áhugavert. Hann er samt því miður ekki með bloggsíðu, en skrifar sem betur fer oft í blöðin (fréttablaðið að undanförnu) og svo á vefsvæðið deiglan.com. Hef reyndar fylgst með skrifum hans í nokkur ár þar.
- Svo er ég líka mjög hrifin af Andra Snæ, sérstaklega núna þar sem ég var að lesa bókina hans. Einnig voru góð svörin hjá honum við spruningum sem settar voru fyrir nokkra útvalda á deiglan.com. Mjög fyndið þegar hann sagðist ætla að kaupa sér flatskjá í mótmælandaskyni við sektarkendina.
Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur, Fjóla litla er reyndar með svakalegan hósta. Eigum tíma hjá lækni í dag til að athuga hvort þetta sé nokkuð bronkítis (en maður heyrir hljóð í henni á nóttunni frá lungunum). Er lítið eða ekkert byrjuð að undirbúa jólin, en það verður vonandi tekin skorpa í því um helgina (svo er frí á mánudaginn).
Óskar er á fullu að mata jóla-trédrumbinn (en maður á sko að mata hann og svo kúkar hann eftir því (dóti, nammi, pökkum). Þetta kemur kannski í staðinn fyrir að setja skóinn út í glugga.
En það verður náttúrulega að aðlagast venjunum hér, enda tala krakkarnir um þetta í skólanum.
Jæja, góða helgi !!
bless bless, Kristín Hildur
Sunday, November 23, 2008
Trölladeig
Fyrir þá sem hafa áhuga þá er uppskriftin þessi: 300 gr hveit, 300 gr salt, ein msk. matarolía. Þessu blandað saman í skál og svo bætt við vatni eftir þörfum. Hnoðað upp með höndunum. Bakað við 180 gráður í uþ.þbþ 1 og 1/2 klukkutíma
Lauk við að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ, alveg frábær bók! Mér finnst þetta nánast vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga.
Sunday, November 16, 2008
Gott á Íslandi!!
Datt í hug að búa til lista yfir það sem er gott á Íslandi (svona til tilbreytingar þessa dagana...)
- Vatnið
- Íslenska nammið, hvergi betra.
- Malt og appelsín (appelsínugos hvergi eins gott og það íslenska, sem ég hef smakkað).
- Lambakjötið
- Fiskurinn (ég tala nú ekki um ef hann er ný veiddur, t.d. af bryggjunni á Hjalteyri)
- Bláberin
- Mauraleysið og fátækleg skordýraflóra
- Grasið
- Fámennið
- Duglegt fólk
- Sundlaugarnar
- Fjölbreytt menningarlíf
- Frumleiki í hugsun hjá mörgum
- Hnallþórurnar (hvergi fengið betri kökur en á Íslandi)
- Sumarbjartar nætur
- Kósi kvöld í skammdeginu, þegar fjölskyldur hittast og gera smákökur eða laufabrauð
- Hugtakið "þetta reddast" (þó stundum geti það verið ofnotað)
Örugglega margt margt fleira....
Dettur ykkur eithvað í hug ?
Saturday, November 15, 2008
Mjög góð ábending !
Hér kemur pistilinn;
Í síðustu viku voru ný bankaráð skipuð yfir nýju ríkisbönkunum. Svo virðist sem nýju bankaráðin hafi verið skipuð á pólitískum en ekki faglegum forsendum. Með fullri virðingu fyrir því fólki sem er í þessum nýju bankaráðum þá held ég að enginn telji að þarna fari þegar á heildina er litið þeir aðilar sem eru best til þess fallnir að gæta þeirra gríðarlegu hagsmuna sem skattgreiðendur hafa af rekstri nýju bankanna. Margt af þessu fólki virðist ekki hafa nokkra einustu reynslu af bankastarfsemi.Það er vitaskuld engin nýlunda á Íslandi að fagleg sjónarmið víki fyrir flokkspólitík þegar ráðið er í stöður hjá ríkinu. Á undanförnum vikum höfum við byrjað að súpa seyðið af þessu svo um munar. Er nema von að allt sé að fara til fjandans á Íslandi þegar trekk í trekk er gengið fram hjá hæfasta fólki landsins og afdankaðir stjórnmálamenn, skyldmenni þeirra og aðrir flokkshestar eru ráðnir í margar helstu stöður innan ríkisins.Ráðning Davíðs Oddssonar í stöðu Seðlabankastjóra er gott dæmi. Aðgerðir hans og ummæli á síðustu vikum og mánuðum hafa gert það að verkum að fjöldi erlendra stórblaða hefur birt greinar sem hæðast að honum og hæðast í leiðinni að íslensku þjóðinni.Við þurfum að lifa með afleiðingum pólitískra ráðninga ekki bara í Seðlabankanum heldur einnig í dómskerfinu, lögreglunni, utanríkisþjónustunni, heilbrigðiskerfinu, ráðuneytunum, ríkisstofnunum, ríkisfyrirtækjum og víða annars staðar. Við líðum öll fyrir þessar ráðningar á hverjum degi þótt það sé ekki augljóst nema þegar allt ef komið í óefni.Annað sem við höfum ekki efni á lengur er að þeir sem standa sig ekki í starfi komist hjá því að segja af sér eða vera settir af. Það er nánast engin hefð fyrir því að embættismenn og stjórnmálamenn segi af sér á Íslandi. Einu dæmin um slíkt hafa með smámál að gera eins og bílakaup, laxveiði og nú síðast að reyna að koma höggi á samherja. En þegar hundruð milljóna tapast og nú í seinni tíð hundruð milljarða gerist ekkert. Meira að segja George Bush þurfti á endanum að láta Donald Rumsfeld, Michael Brown og Alberto Gonzales fara. Á Íslandi hefðu þessir menn setið sem fastast.Við erum fámenn þjóð og því kemur oft upp sú staða að langhæfasti aðilinn til einhvers verks er í röngum flokki. Við þurfum nauðsynlega hugarfarsbreytingu í þessum efnum. Við höfum ekki efni á því að ganga fram hjá hæfasta fólkinu þegar kemur að stjórn mikilvægustu stofnana landsins.
Wednesday, November 12, 2008
Tuesday, November 11, 2008
Monday, November 10, 2008
Evra, en ekki evrópusambandið ?
Tekið af bloggi Láru Hönnu:
Svartfellingar til fyrirmyndar
Óþarfi er að rífast um, hvort taka megi upp evru einhliða eða ekki. Það hefur verið gert án þess að spyrja kóng eða prest. Svartfjallaland gerði það með góðum árangri. Ráðgjafi landsins var Daniel Gros, forstöðumaður Centre for European Policy Studies í Bruxelles. Hann hefur skoðað Ísland og segir bezt að gera það sama hér. Ekki þegar um hægist. Heldur núna strax. Hann vill ekki lánið frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem hann segir gera illt verra. Hann segir Ísland geta útskýrt upptöku evru fyrir eigendum hennar sem neyðarráðstöfun. Sem fyrsta skrefið að innleiðingu evrópskra mannasiða.
Nú svo er ein hugmyndin þessi:
http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/704914/
Wednesday, November 5, 2008
Evrópusambandið
Tuesday, November 4, 2008
blogg
Friday, October 31, 2008
Thursday, October 30, 2008
Slæm nótt
Wednesday, October 29, 2008
blogg
Langt síðan síðast og margt gerst síðan þá.
Af okkur er bara allt ágætt að frétta. Það helsta er að við erum búin að fá til okkar íslenska stelpu til að aðstoða mig með krakkana og heimilið. Salvador er svo svakalega upptekinn þetta árið, kemur ekki heim fyrr en að verða tíu á kvöldin og þannig að hingað til hef ég verið ein að stússa með krakkana, elda matinn, baða, þrífa osfrv. Auðvitað er allt hægt, og ég viðurkenni alveg að þetta er lúxus, en af því að við höfum tækifæri ákváðum við að prófa þetta. Okkur líst mjög vel á stelpuna og vonandi líst henni líka vel á okkur.
Annars verð ég að segja eins og er að ég er harmi sleginn yfir því sem er að gerast á Íslandi og reyni ég eftir bestu getu að fylgjast vel með. Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir alla að reyna að lesa sig til og setja sig inn í málin. Hingað til hefur fólki kannski verið einum of mikið "sama" um allt og lagt full mikið traust á ráðamenn, án þess að spá mikið í hvað væri um að vera. Núna held ég að allir ættu að reyna að tala saman, hittast á fundum og ræða hlutina. Svo finnst mér líka dálítið vandamál hvað margir virðast vera bundnir við skoðanir "flokksins" og ef þú hefur einhverntíman kosið ákveðin flokk verður þú alltaf að halda því áfram. Fólk verður að reyna að hætta því og skoða hlutina frá öllum hliðum til að reyna mynda sér skoðun á því hvað sé best.
Veit ekki alveg hversu dugleg ég verð að blogga, sjáum til hvort ég komist í gírinn.
Kær kveðja,
Kristín Hildur
Wednesday, September 3, 2008
BLOGG HLÉ
Wednesday, July 30, 2008
Ég er á leiðinni..........
Hlakka til að sjá ykkur
Blogghlé verður á meðan.
Thursday, July 24, 2008
AU PAIR
Held að þetta gæti verið fínt fyrir einhvern sem vill læra spænsku því ég hafði hugsað mér að manneskjan mundi gæta Fjólu fyrir hádegi og hafa svo frí eftir hádegi. En vera svo til taks seinnipartinn og kannski einstaka kvöld.
LÁTIÐ ÞETTA BERAST !
Sunday, July 20, 2008
Thursday, July 17, 2008
Sunday, July 6, 2008
Friday, July 4, 2008
Undirskriftarsöfnun
http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses
Á morgun fer Salvador til Íslands með Óskar með sér. Hann verður leiðsögumaður fyrir katalónska ferðaskrifstofu og þarf að fara með þeim út og til baka í flugvélinni. Þetta er algjör "lúxus" ferð eða þannig allt er innifalið (nema drykkir). Mér finnst það ótrúlegt samt hvað fólk er tilbúið að borga (og algjört OKUR) af ferðaskrifstofunni en þetta fólk er að borga 550 þúsund á mann, eða 1,1 miljón á hjón fyrir 10 daga ferð um landið. Það sorglega við þetta er að þau fá svo ekki einu sinni að sofa á bestu hótelunum á hverjum stað (þó þau hafi borgað fyrir það) því ferðaskrifstofan gat ekki fengið pláss og svo er þetta líka undarlega skipulagt því þau fá lax í matinn nánast á hverjum degi og stundum jafnvel í hádegismat og kvöldmat......... Jæja best að vera ekki neikvæð fyrirfram, kannski verður þetta frábær ferð og fólkið yfir sig hamingjusamt með alltsaman. Óskar verður á meðan í umsjá frænkna sinna en amma (mamma) kemur ekki fyrr en á þriðjudag. Já talandi um hana þá var ég ekki búin að segja ykkur frá honum pabba mínum, en hann er fluttur til Noregs og farinn að vinna í Osló. Já hann sem er nánast kominn á eftirlaun, enda voru norðmennirnir dálítið hissa á þessu, því flestir norðmenn á hans aldri eru að hætta að vinna. Mamma fór með honum út, en er sem sagt væntanleg aftur fljótlega.
Ég verð ein heima í 10 daga :(
Bless í bili,
khk
Sunday, June 29, 2008
Evrópumeistarar
Thursday, June 26, 2008
Mikið að gera...
Í gær sagði ein samstarfskona mín dálítið sem ég held að maður eigi aldrei að sega, en hún óskaði sér að verða veik í 2-3 mánuði svo hún gæti verið frá vinnu. Auðvitað var þetta sagt í gríni, af því að það er búið að vera svo mikið vesen hjá okkur í vinnunni. Fyrir utan þetta þá vorum við að tala saman í hádeginu um dauðann og að það væri dálítið óhuggulegt að hugsa til þess hvað maður eigi eftir að upplifa í framtíðinni, dauða nákominna fjölskyldumeðlima og annað. Stuttu eftir hádegismatinn fékk hún símtal þar sem henni var tilkynnt að pabbi hennar hafði lennt í slysi og svo kom síðar í ljós að hann var dáinn. (var hinn hressasti að fara til vinnu á mótorhjólinu sínu, en fékk hjartaáfall).
Best að halda áfram að vinna...
bless í bili,
khk
Friday, June 20, 2008
Var stoppuð af löggunni
Þegar hún stoppaði mig var það fyrsta sem hún bað um ökuskirteni, kvittun fyrir tryggingu á bílnum (nefnilega dálítið um það að menn keyri um á ótryggðum bílum) og nafnskirteni. Þegar hann sá þetta íslenska ökuskirteni spurði hann hversu lengi ég hefði búið hér og þegar ég sagði honum það, þá sagði hann að ég þyrfti að fá löggildingu á ökuskirteninu þar sem ísland væri ekki í evrópusambandinu. Ég reyndi að tala eithvað um samningin um evrópska efnahagsvæðið (en mundi samt að ein íslensk kunningja kona mín hafði sagt mér frá íslenskri stelpu sem hefði fengið mjög háa sekt fyrir að vera ekki búin að löggilda ökuskirtenið sitt (annnað að vera túristi, en það er víst leyfilegt að keyra um með alþjóðlegt ökuskirteni í hálft ár í sama landi). Lögreglan virtist nokkuð viss í sinni sök, en þar sem það kemur fram á spænska nafnskirteninu mínu eins og Ísland sé í Evrópusambandinu, hélt ég áfram að tala um þennan tiltekna samning. Þurfti svo að bíða ca hálftíma ut í vegarkannti á meðan lögreglan reyndi að hringja í rétta aðila til að afla sér upplýsinga. Þetta endaði svo með því að ég fékk 50 evru sekt fyrir að tala í símann, en ökuskritenið var látið gott heita þökk sé samningnum um evrópska efnahagsvæðið :) já hann er góður þessi samningur. Við fáum í raun flest þau hlunnindi sem fylgja því að vera hluti af evrópusambandinu en getum samt staðið fyrir utan. Held bara að það sé það besta í stöðunni.
Af öðru er helst að frétta að vinnan við að skipta út gömlum rafmagnsvírum fyrir nýja er langt komin, sést betur og betur að þetta var algjörlega nauðsynleg framkvæmd.
Þannig að það er ennþá mjög mikið að gera hjá okkur, ég má helst ekki koma heim með börnin fyrr en klukkan sjö , svo karlarnir fái vinnufrið. Ég fer þá á meðan á róló. Freistandi að fara á ströndina núna um helgina því það er orði svo heitt í veðri, en við verðum bara í róleheitum hér í Sabadell og veitum gömlu konunni, henni Jóakimu félagsskap.
Góða helgi kæru vinir og fjölskylda!!
Kristín Hildur
Wednesday, June 18, 2008
Jónsmessa
Tengdamamma er að fara í ferðalag þessa helgi og er búin að biðja okkur að "passa" mömmu sína, þannig að við flytjum inn til hennar og sofum þar í 4 nætur. Annars er hún Jóakima bara nokkuð hress, hefur lítið breyst frá því að ég kynntst henni fyrst. Henni er samt ekki treyst til að sofa einnri í íbúðinni.
Hitabylgja í nánd, mátti nú alveg búast við því þar sem mai og júni hafa verið óvenju kaldir og mjög svo vætusamir.
bless í bili,
khk
Wednesday, June 11, 2008
hæ
Salvador og rafvirkinn eru byrjaðir að taka rafmagnið í gegn í húsinu, þannig að nú er aftur allt á rúi og stúi.
Verð að segja ykkur gullmola frá Óskari Helga. Ég var eithvað að skamma Fjólu um daginn og þá varð Óskar hinn reiðasti og sagði "mamma, þú mátt ekki vera svona vond við Fjólu"
Mér fannst líka rosalega sætt þegar hann spurði mig í fyrradag hvort hann mætti fara í trúðabúningi í skólann. Af því hann er mjög feiminn og vill jafnvel ekki vera í stuttbuxum, þá fannst mér þetta eithvað svo skemmtilegt. Þannig að í gær fór Óskar í trúðafötum í skólann ;)
Tuesday, June 10, 2008
Nammi
Óskar minn er hinsvegar allt öðruvísi, hann biður mig að kaupa nammi þegar við förum að versla, fær sér eitt og gleymir svo alveg að það sé til.
Monday, June 9, 2008
Hitt og þetta
Salvador er búinn í prófum, jibbí!! Dálítið erfitt að hafa hann svona upptekinn. Í gær kom strákur að skoða rafmagnið með honum, en þeir ætla að byrja að vinna í því í dag. Rafvirkjanum fannst þetta nú ekkert líta svo illa út hjá okkur og held ég að bruninn hafi miklu frekar verið ofninum að kenna heldur en rafmagnskerfinu okkar. Slys geta alltaf gerst. En samt er nú ýmislegt sem má bæta, eins og að jarðtengja og koma í veg fyrir að maður fái stuð þegar maður er að setja í þvottavélina.
Það var annars mjög gaman að fá allar systurnar í heimsókn með kærastana sína. Við vorum samt dálítið óheppin því öll urðum við veik, sátum á klósettunum eða með föturnar fastar við rúmmin. Þannig að skipulagningin mikla fór algerlega út um þúfur ;)
Saturday, June 7, 2008
Fréttir frá Íslandi
Það má ekki gleyma því hvað heimurinn er orðinn lítill og allar fréttir berast á örskotsstundu út um allan heim.
Svo fannst mér líka alveg týpískt að lesa þetta :
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/06/06/ekkert_leyfi_fyrir_hvalkjot/
Var þetta ekki vitað fyrirfram ?
Vona að Björk og Sigurrós nái að hrífa landann með sér til umhverfisvænni meðvitundar. Er mjög ánægð með þetta framtak hjá þeim.
Tuesday, May 27, 2008
Gestir
Verð í fríi næstu daga til að hafa það huggulegt með stórfjölskyldunni, hlakka mikið til :)
Bless í bili
khk
Friday, May 23, 2008
Föstudagur
Þegar þær fara á mánudaginn kemur fjölskyldan þannig að húsið verður vel nýtt þessa dagana. Skemmtilegt.
Góða helgi allir!!
Wednesday, May 21, 2008
Kirsuber
Kaupfélagið mitt er með mikið framboð af þeim, þannig að nú borða ég kirsuber á hverjum degi ;)
Kirsuberin í garðinum okkar eru enn óþroskuð, en eru að byrja að roðna, verða kannski tilbúinn eftir eina viku, akkúrat þegar ég verð með gesti í heimsókn, gaman.
Sunday, May 18, 2008
sunnudagsmorgun
Að öðru leyti var helgin ágæt. Er byrjuð að undirbúa komu stórfjölskyldunnar, en eftir akkúrat eina viku á ég von á 6-7 manns í heimsókn. Systur mínar ásamt mökum og barni. Hlakka mikið til. Undirbúningurinn fólst í því að laga til í stóra salnum niðri, koma fyrir rúmmum og ísskáp. En þessi salur var búinn að breytast í eina alsherjar rusla geymslu...
Saturday, May 17, 2008
Rigning
Wednesday, May 14, 2008
Heimsókn
Segir dálítið um ókosti þess að búa í stórborg, en þar ríkir ekki mikið traust til náungans. Reyndar er maður oft að heyra sögur sem ýta undir þetta vantraust, eins og sagan af því þegar það var bankað upp á hjá einum vinnufélaga mínum og á tröppunum stóð kona og grátbað hann um að lána sér 5000kr, hún sagðist vera nágranakona hans (og eithvað gat hún sagt sem ýtti undir þá kenningu og hann trúði henni) og að hún hefði læst lyklana sína og peningana inni í íbúðinni og þyrfti bráðnauðsnynlega á pening að halda til að borga lyklasmið til að brjóta upp hurðina. Hann lét hana fá peningana og sá hana svo aldrei aftur....
En allavegana þá er ég að fá Rebekku ljósmyndara og vinkonur hennar í heimsókn. Ég hef áður kynnt ykkur fyrir henni ( er með tengil á myndasíðuna hennar hér til hægri) enda er ég mikill aðdáandi hennar :) Ég er mjög spennt að kynnast henni í eigin persónu, en ég held að ég hafi fylgst með myndasíðunni hennar í 3 ár eða svo.
Friday, May 9, 2008
Óskar Helgi
Hvítasunnuhelgi
Hér er rigningarspá alla helgina sem er gott mál, okkur vantar vatn...
Saturday, May 3, 2008
Reikskynjari
Thursday, May 1, 2008
Flutt inn!!
Rosalega góð tilfinning að vera komin aftur í húsið. Atriði eins og í morgun, að labba út í garð til að opna hliðið og heyra fuglasöng og finna lykt af gróðri er eithvað sem ég saknaði.
Var enga stund í vinnuna í morgun, enda eru allir í fríi. Hér er það nefnilega þannig að alltaf ef það sé frídagur á fimmtudegi, þá taka sér allir líka frí á föstudegi til að búa til 4 daga frí. Þeir kalla þetta "brú". Allir skólar og leikskólar eru einnig lokaðir. Alveg sama saga ef frídagur kemur upp á þriðjudegi. Ég er búin að taka svo mikið frí það sem af er árinu og svo ætla ég mér að taka minnst 3 daga þegar systurnar koma þannig að ég ákvað að vinna í dag. Reyndar er mjög fínt að vinna á svona dögum, engin umferð og rólegheit í vinnunni ;)
Bless í bili,
khk
Tuesday, April 29, 2008
Óskar Helgi komin heim
Já ég er farin að hlakka rosalega mikið til að komast aftur í húsið okkar, sakna þess að hafa öll fötin mín aðgengileg, eldhúsdót, vera í garðinum og bara að geta verið heima hjá mér. Gæti samt orðið meiri töf því bílinn er enn ekki kominn í lag og til að búa þar verðum við að hafa bílinn. Sjáum til.
Áður en við flytjum inn setjum við reikskynjara í hvert herbergi. En það ætlar ekki að verða auðvelt mál að finna þá. Er búin að fara á tvo staði til að kaupa, en enginn kannast við að vera með reykskynjara...Já eins og ég var búin að segja er ENGINN með reykskynjara hér, undarlegt nokk. Ef leitinn verður árangurslaus verð ég að biðja ykkur systur um að kaupa fyrir okkur á Íslandi og koma með þegar þið komið í lok mai.
Monday, April 28, 2008
Óskar Helgi í skólaferðalagi
Við erum að hugsa um að flytja í húsið okkar á miðvikudaginn, enda er það alveg orðið íbúðarhæft núna, búið að mála og taka flesta skápa og skúffur í gegn. Vantar að "fín pússa" og hengja aftur upp myndir á veggi og fl. Við erum reyndar ekki búin að mála alveg allt, enda er húsið svo stórt en það er svo sem ekki bráðnauðsynlegt heldur.
Það er ekki enn búið að finna út úr þvi hvað kom fyrir bílinn þarna um daginn þegar ég varð stopp á hraðbrautinni, Jósep er búin að reyna allt en í dag koma einhverjir kallar og ætla að athuga hvort þeir geti gert eithvað, ef ekki þá eru síðustu úrræði að senda bílinn í umboðið, en mér skilst að það kosti minnst 1000 evrur (120000ikr).
Af veðrinu er það að frétta að það eru miklir þurrkatímar og nú er svo komið að það er búið að banna að vökva garða og fylla sundlaugar....veit samt ekki alveg hvernig á að fylgjast með því. Við verðum því að fara drífa í að safna regnvatninu svo við getum haldið áfram að hafa blóm í garðinum (það er samt ekki alveg svo auðveld framkvæmd, en eithvað sem við stefnum á að gera). Annars erum við líka með brunninn í garðinum og því getum við sagt að vatnið sem við notum sé þaðan (þó það sé ekki alveg satt því brunnurinn tæmist á örskotstundu).
Jæja best að fara hefja vinnunna, bless í bili!
Kristín
Wednesday, April 23, 2008
nammi
Bað hana um að kaupa íslenskt nammi handa okkur. Sjáum til á morgun hvort hún hafi orðið að bón minni.
Sunday, April 20, 2008
Ýmislegt
Bráðum fer Óskar Helgi í gistiferðalag með skólanum. Þetta er mjög algengt hér að drífa krakkana í einskonar sumarbúðir þar sem gist er 1-2 nætur (já eða fleiri, fer eftir aldri). Mér finnst við "heppin" en þetta er fyrsta árið sem farið er í svona ferð og það er bara gist ein nótt (Óskar er 5 ára). En ég veit um aðra skóla þar sem farið er með 3 ára krakka í 2 nætur...(og engir foreldrar með). Algjör óþarfi finnst mér.
En hann er voðalega spenntur fyrir þessu, erum byrjuð að taka til dótið (enn meira en vika í brottför) eins og svefnpoka, vasaljós og fl.
Ég var stopp á hraðbrautinni á fimmtudaginn á leið heim úr vinnunni. Alveg á miðri hraðbraut, var á miðreiminni af þremur. Bíllinn alveg dauður og ég átti engan möguleika á að koma mér út í kant, gat heldur ekki farið út og sett viðvörunarþríhyrning, því það var stórhættulegt að fara út úr bílnum. Bílarnir flautuðu, ekki mikil þolinmæði hér nei... Ég hringdi á aðstoð (hér er innifalið í bílatryggingunni að maður fái aðstoð út á götu ef eithvað af þessu kemur uppá). Sem betur fer kom löggan fljótlega (ekki hún samt sem ég hringdi í) og hjálpaði mér að koma bílnum út í kant, enda var ég búin að skapa þetta þvílika umferðaraungþveiti !
Þegar aðstoðin kom lokst spurði ég oft og mörgum sinnum hvort hann væri ekki örugglega frá tryggingafélaginu Atlantis, en ég vildi ekki lenda aftur í að hoppa upp í bíl hjá einhverjum sem ég átti ekki að fara með og láta svo rukka mig um 20 þús. krónur. til að fá bílinn aftur lausan af pallinum. Allt gekk vel í þetta sinn og ég og bíllinn komumst heil heim á verkstæðið hjá Jósep mági.
Af húsinu er það að frétta að "þetta tekur aldrei enda" . Um helgina var samt unnið af hörku.
Monday, April 14, 2008
Skúra skrúbba bóna....
Um helgina var tekin ágætis skorpa í húsinu, búið er að mála allt það mikilvægasta þannig að nú erum við byrjuð að koma dótinu aftur á sinn stað. En það er nú samt heljarinnar vinna, skrúfa ljós aftur á sinn stað, festa hillur, þrífa allar snúrur, fjarstýringar, alla skápa og skúffur, en reykurinn smaug inn um allar rifur.... og það er ekki létt að þrifa hann af t.d. plasti.
Hvað um það, ég kvarta ekki því við búum eins og er í ágætis íbúð. Markmiðið er að við verðum flutt inn þegar systurnar koma í heimsókn í lok mai, en miðað við stöðuna í dag ætti það alveg að takast.
Fórum líka í grillveislu um helgina með vinnunni, það var bara fínt. Ágætt að leyfa Salvador að kynnast aðeins fólkinu sem ég vinn með.
Bless í bili, khk
Sunday, April 6, 2008
myndir frá páskafríi á Íslandi
Thursday, April 3, 2008
Eldri myndir
3 brunabílar, einn sjúkrabíll og 2 lögguhjól komu á svæðið og 2 brunabílar í viðbót voru á leiðinni en voru sendir aftur til baka, þar sem búið var að slökkva eldinn.
Óskar fylgdist spenntur með úr glugga nágrannana
Við í sloppum að fá okkur morgunkaffi hjá nágrönunum
Á þessari mynd má sjá upptök eldsins, en hér var rafmagnsofn sem brann til kaldra kola, hurðinn brann líka dálítið og glerið í henni brotnaði.
nokkrar myndir
Allavegana, hér koma örfáar myndir frá íslandsferðinni, set inn fleiri við tækifæri.
En þetta er allavegana smá sýnishorn af því sem við gerðum.
Solla og Óskar úti í sjó í Hvalfirði að tína kræklinga
Pasta gerð sem haft var sem meðlæti við kræklingana sem tíndir voru
Skemmtiferð í Húsdýragarðinn
Sleðaferð í Bláfjöll
Friday, March 28, 2008
Helgi
Getum vonandi gert eithvað smávægilegt um helgina, en geri ekki ráð fyrir að miklu verði komið í verk, því það er nánast ekki hægt að vera með krakkana þarna og svo er Salvador upptekin með heimavinnu fyrir skólann.
Maður verður að smyrja sig með þolinmæði :/
Góða helgi öll sömul!
Tuesday, March 25, 2008
Páskafrí á Íslandi
Ég verð að viðurkenna að áður en við fórum kveið ég dálítið fyrir því að fara ein með krakkana, sérstaklega af því að Fjóla litla getur stundum verið ansi kröfuhörð og mikill orkubolti. En þetta gekk bara ágætlega því ég fékk svo góða hjálp ;)
Var ekkert að stressa mig á að hitta sem flesta, enda er það hálf tilgangslaust að vera reyna að hitta fólk ef maður hefur varla tíma til að spjalla við það. Hættum við að fara norður, sem var skynsamleg ákvörðun því við höfðum alveg nóg að gera fyrir sunnan, með skipulagða dagskrá nánast upp á hvern einasta dag.
Óskar Helgi var líka rosalega ánægður með ferðina, mér finnst svo mikilvægt að hann haldi góðum tengslum við íslensku fjölskylduna sína, vil ekki að hann verði bara algjör katalóni...
Við tókum fullt af myndum, vel út nokkrar góðar við fyrsta tækifæri.
Takk aftur fyrir góðar móttökur allir saman!!
þangað til næst,
khk
p.s. er búin að auðvelda "comments" kerfið, nú á ekki að þurfa að pikka inn neinn kóða
Wednesday, March 12, 2008
Bruni
http://drit.blogcentral.is/
Við erum búin að koma okkur fyrir í íbúð sem bróðir Salvadors á og verðum við þar um tíma á meðan reynt verður að koma húsinu aftur í skikkanlegt ástand.
Annars er ég á leið til Íslands á föstudagskvöldið með krakkana, hlakka til að sjá ykkur sem flest!!
Friday, March 7, 2008
SigurRós
Oh hvað mér finnst gaman að horfa á þetta, ég fyllist þjóðarstolti og heimþrá og og ..veit ekki hvað
Tuesday, March 4, 2008
Brúðkaup
Þegar komið var á veitingastaðinn var pinnamatur, opinn bar þar sem maður gat pantað sér það sem maður vildi og svo þjónar á hverju strái að bjóða kampavín. Lifandi tónlist við sundlaugarbakkann osfrv. Þegar farið var inn var búið að raða til borðs og við 8 manna hringborð. Þá tók við forréttur, aðalréttur og eftirréttur með tilheyrandi vínum. Dálítið skondið, hvernig gert var mikið úr því þegar þjónarnir komu inn með matinn, eða vínið því þá fór svaka tónlist af stað til að beina athyglinni að þeim. Fyrst fóru tveir þjónar að borði brúðhjónanna og hinir röðuðu sér upp í línu á meðan, þegar hjónin voru búin að fá sitt máttu hinir þjónarnir byrja að vinna. Allt samkæmt kúnstarinnar reglum.
Svo kom brúðkaupsterta og í lokin var súkkulaði fondú, eða einhversskonar súkkulaði gosbrunnur þar sem maður gat dýft ávöxtum i í brunninn.
Það voru engar ræður, leikir, myndasýningar eða fjöldasöngur. En það er ekki hefð fyrir þessu hér, en það finnst mér einmitt gera brúðkaupin skemmtileg . Það eina sem var gert var að brúðhjónin úthluta lítilli styttu til einhvers pars í salnum sem þeim finnst að eigi að gifta sig næst.
Jú og svo dönsuðu þau fyrsta dansinn.
Svona veislur eru ansi dýrar, en málið er að maður er í raun búinn að borga fyrir þetta því í boðskortinu kemur fram reiknisnúmer hjónanna og það er"lágmark" að borga inn á reikninginn 10000ikr á mann (þannig að við Salvador borguðum 20 000) fyrir að koma í brúðkaupið....
Já þeir eru komnir ansi langt í að "viðskiptavæða" brúðkaupin.
Monday, February 25, 2008
33 ára
Afmælisdagurinn var bara notarlegur, fór með brownies í vinnunna öllum til mikillar ánægju, varð nánast að geyma boxið eins og faldan fjársjóð því annars kom fólkið streymandi að úr öllum áttum til að ná sér í meira.
Við fórum út að borða í hádeginu á fínan veitingastað en um kvöldið fór ég nú bara snemma að sofa, því Salvador fór í steggja partý fyrir vin sinn sem er að fara gifta sig um næstu helgi.
Um helgina fórum við í grillveislu, þar sem aðal atriðið er að grilla vorlauka og dýfa þeim í rosalega góða sósu. Laukarnir eru alveg rosalega góðir, alveg dún mjúkir (verður að grilla þá lengi til að þeir séu mjúkir í gegn) og svo sósan líka frábær.
Set inn myndir af því við tækifæri.
Bless í bili (mikið að gera í vinnunni núna...)
Wednesday, February 20, 2008
ég ólétt
Friday, February 15, 2008
Heimsókn
Ætla að athuga hvernig gengur að setja inn video, hér að neðan er eitt stutt af Fjólu.
Wednesday, February 13, 2008
Lífrænn landbúnaður
Ég veit ekki alveg hvað ég var að spá að lofa svona upp í ermina á mér ægilegum pistli um lífrænan landbúnað....Ansi viðfermt efni og til að skrifa ágætan pistil þarf tíma til að lesa sig til og rifja upp hitt og þetta. Ég hef hinsvegar mikinn áhuga á efninu og að kynna mér þetta til hlýtar.
Það má alveg örugglega finna neikvæðar hliðar á málefninu, þess vegna borgar sig að skrifa upp lista með kostum og göllum og
Kostir hefðbundins (eða inntensive) landbúnaðar:
- Hefur aukið framleiðslugetu sína mikið, sem var nauðsynlegt vegna fólksfjölgunar
- Verðið hefur lækkað (þar sem framleiðslan hefur aukist)
- (sennilega fleiri kostir þarf að lesa mig betur til til að finna eithvað fleira hér)
Ókostir hefðbundinns landbúnaðar:
- Notkun á skordýra og illgresiseitri er alltaf að aukast en virkni þess er alltaf að minnka (plönturnar og skordýrin eru orðin ónæm fyrir eitrinu)
- Notkun tilbúinns áburðar er einnig að aukast, en gæði jarðvegsins er hinsvegar á niðurleið.
- Fátæk ríki eru háð aðstoð að utan til að kaupa áburð og illgresis/skordýraeitur, en gætu annars verið óháð.
- Aukin framleiðsla hefur sennilega náð hámarki og er jafnvel farin að minnka aftur þar sem búið er að “pína” jarðveginn í botn.
Ókostir lífræns landbúnaðar;
- Minni afköst en við “hefðbundna” framleiðslu og þarafleiðandi þarf meira landrými til að framleiða sama magn.
- Matvaran lítur stundum verr út
- Dýrara í framleiðslu, þar sem það þarf meira landrými til að framleiða sama magn.
- Minna úrval av vörum (þar sem ekki er hægt alltaf hægt að rækta allt í einu)
Kostir lífræns landbúnaðar;
- Engin eiturefni notuð til að eyða illgresi eða skordýrum
- Enginn tilbúinn(verksmiðjuframleyddur) áburður er notaður, en hann er slæmur því hann festist illa í jarðvegi og skolast því auðveldlega út með regnvatni. Eins og dæminn sýna erlendis hefur þetta leytt til að allt of mikil næringarefni hafa komist í ár og vötn og valdið þarafleiðandi ofvexti á þörungum og öðrum gróðri, sem hefur þá étið upp súrefnið í vatninu og það veldur fiskidauða… Einnig berast þessi efni í grunnvatn, sem getur svo gert það ódrykkjarhæft. Tilbúinn áburður inniheldur líka ýmis skaðleg aukaefni, eins og t.d. kadmium, en skortir á sama tíma allskyns snefilefni sem eru nauðsynleg jarðveginum.
- Lífrænn áburður eykur næringargildi jarðvegsins og gerir jarðveginn “meira lifandi” í þeirri merkingu hann inniheldur meira lífrænt efni og fjölbreyttari flóru örvera. Lifandi jarðvegur er góður af því að honum helst betur á vatni, og minnkar líkur á skordýra/sveppa plágum.
- Í lífrænum landbúnaði er stunduð skiptirækt, sem lýsir sér þannig að eitt árið er t.d. plantað kartöflum, en næsta ár er plantað tómötum á sama stað. Mismunandi grænmeti “sýgur” mismunandi næringu úr jarðveginum og með því að skiptast á klárar maður ekki ákveðin næringarefni úr jarðveginum (eins og getur gerst ef ár eftir ár eftir ár er plantað hveiti á sama stað) . Svo er það líka þannig að ákveðnar plöntur auðga jarðveginn af næringarefnum, eins og t.d. belgjurti, smári og lupina en þessar plöntur eru þeim eiginleikum gæddar að geta tekið níturoxíð úr loftinu og breytt því í nitur (köfnunarefni) sem er eitt nauðsynlegasta næringarefnið fyrir plöntur.
- Við lífræna framleiðslu eru lögmál náttúrunnar höfð að leiðarljósi, framleidd eru matvæli án þess að skaða umhverfið né vöruna sjálfa. Hugað er vel að velferð jarðvegsins svo að hann geti framleitt matvæli um ókominnn ár.
Wednesday, February 6, 2008
Kaupfélag
Tuesday, February 5, 2008
Brúðkaup
(verð að haga mér eins og spænsku konurnar, en þær fara allar í lagningu áður en farið er í brúðkaup)
Saturday, February 2, 2008
Thursday, January 24, 2008
Sjálfstæðir Íslendingar eða ósjálfstæðir spánverjar ?
Annars er það líka dálítið ólikt sjálfstæðis eðlinu í mér (sem íslendingi sennilega) að við þurfum alltaf að fara ÖLL saman í hádegismat, það verður að bíða eftir að allir séu tilbúnir og svo þegar við komum niður í matsalinn þá verðum við ÖLL að sitja við sama borð (og við erum stundum allt að 15manns) þannig að þá verður að tengja saman 2-3 borð.
Wednesday, January 23, 2008
Afmæli
Fór í gær í afmælisveislu með Óskari Helga, en afmælið var haldið í einhverskonar ævintýralandi, svipað og í Kringlunni. 4 krakkar úr bekknum voru búnir að taka sig saman og sameinast um að bjóða öllum bekknum í afmælið. Þarna inni gátu krakkarnir hamast í kúlum, rennibrautum og hoppað á dýnum alveg eins og þau vildu, voða fjör. Svo voru allir kallaðir til að borða, mjög gaman að fylgjast með öllum krökkunum og sjá hvað þau eru ólík. Svo kom bangsaklæddur maður með afmælisgjafir og dansaði með krökkunum. Eini gallinn á þessu að það var óþægilega há tónlist allan t ímann og svo var þetta einum of langt, ég var alveg búin að fá nóg (enda með Fjólu líka) en þetta var ekki búið fyrr en að verða hálf níu og þá átti maður eftir að koma sér heim :/
Jæja, bless í bili, khk
Tuesday, January 22, 2008
Gubbupest!!
Eina góða við þetta er að þetta er ágætis megrunarkúr....
Þá vitiði það!!
Monday, January 21, 2008
Hitt og þetta
Við héldum upp á afmælið hennar á laugardaginn með matarboði fyrir fjölskyldu Salvadors og mömmu og pabba. Vorum með einskonar brauðtertu í forrétt og ofnbakaðann aspars og svo pítsur í aðalrétt. Hafði aldrei áður gert heimagerða pítsu fyrir þau, sem þeim fannst voða góð. Í eftirrétt var ég svo með marens með rjóma og berjum, rice crispies kökur og úr því að ég átti eggjarauður afgangs við gerð marensins ákvað ég að prófa crema catalana. Það tókst bara vel.
Tók nokkrar myndir sem ég ætla setja inn sem fyrst.
Mamma og pabbi fóru heim í gær, held að þau hafi getað slappað vel af og notið þess að vera í sól og birtu, enda er búið að vera óvenju hlýtt og gott veður undanfarna daga.
Þau skildu eftir bók, handa mér til aflestrar og ég hef ekki getað látið hana frá mér fyrr en nú sem ég er búin að klára hana, en þetta var sagan af Bíbí Ólafsdóttur. Alveg frábær bók, ótrúleg kona alveg hreint og mjög vel skrifað hjá Vigdísi.
Eftir að mamma og pabbi fóru í gærmorgun fórum við að borða hjá gömlu fólki, en þau eru grænmetisætur og eru með mat einu sinni í mánuði fyrir alla sem vilja, maður greiðir 4 evrur. Mjög skemmtilegt, við sátum úti við langborð og svo er spjallað um heilbigt líferni og fl. Þau reka líka litla búð með lífrænum vörum og eru sérfræðingar í jurtum og ýmsu öðru. Salvador fór heim með poka af jurtum sem eiga að vera góðar fyrir sykursýki.
Skemmtilegt fólk.
Jæja, skyldan kallar!!
bless í bili, khk
Thursday, January 17, 2008
Fjóla 1 árs!!
Holdum lítilega upp á thad á morgun, med matarbodi fyrir fjolskyldu Salvadors.
Hún er rosalega kraftmikil stelpa, heiljarinnar erfidi ad skipta um bleyju á henni thví hún hreyfir sig svo mikid, en hún er líka mjog hláturmild og skemmtileg. Er ekki farin ad labba enn, virdist vera dálítid í thad. Vid erum núna ad reyna kenna henni ad lifta einum fingri til ad sýna ad hún sé eins árs ;)
Party Tónlist
Mjög skemmtilegt, manni langar bara að fara dansa, en ég sit bara hér í vinnunni fyrir framan tölvuna og er að fara yfir gröf....
Vildi bara láta ykkur vita ;)
Monday, January 14, 2008
Leyndarmálið
Það er gaman að þessu (en má ekki taka of bókstaflega) allavega ekki slæmt að tileinka sér jákvæða hugsun, bjartsýni og þakklæti.
Tuesday, January 8, 2008
Út ad borda
Alminnilegur matur, ekkert fínerí og stórir skammtar.
Vín var í bodi fyrir thá sem vildu, kaffi á eftir og likjor med. Allt saman kostadi thetta um 2000kr á mann, sem er mjog gott verd fyrir magn og gaedi.
Sunday, January 6, 2008
Ad eignast born
Tuesday, January 1, 2008
Gleðilegt ár 2008!
Get sagt ykkur fréttir, ég er búin að kaupa flugmiða fyrir mig og börnin til Íslands um páskana :)
Við höfum aldrei komið til landsins um páska síðan við fluttum út og núna þar sem það er beint flug og tiltölulega ódýrt ákvað ég að skella mér. Vonandi verður snjór svo Óskar geti leikið sér á sleða og búið til snjókall :)
Er komin aftur í vinnuna og hef nóg fyrir stafni hér.
Hafiði það gott, bless í bili
khk